Fleiri fréttir

466 bíða afplánunar

Í árslok 2012 biðu 466 dómar þess að verða fullnustaðir. Það er um tvöfalt fleiri en í árslok 2009.

Landspítalinn kominn í þrot

Læknar á Landsspítalanum segja spítalann kominn í þrot og grípa þurfi til aðgerða nú þegar til að styrkja starfsemi hans. Skipulag spítalans bitni á sjúklingum og starfsfólki.

Kallar fram anda indjána á Íslandi

Friðarsinninn Blue setur upp heilsugarða víðsvegar um Ísland og biður anda um að styrkja jákvæðni, kærleika og frið í heiminum.

Dagur segir Höskuld stunda lýðskrum

Dagur B. Eggertsson gefur lítið fyrir hugmyndir Höskuldar Þórhallssonar; þær að ríkið ráði skipulagi flugvallasvæðisins. Dagur segir að þessi mál verði ekki afgreidd bara eftir því hvernig vindarnir blása hverju sinni.

„Ríkisstjórnin ætti að hafa mjög miklar áhyggjur“

Smári McCarthy, framkvæmdarstjóri IMMI, alþjóðlegrar stofnunar um upplýsinga- og tjáningarfrelsi, segir hinn almenna netnotanda ekki þurfa að hafa miklar áhyggjur vegna frétta af því að þjóðaröryggisstofnanir Bandaríkjanna og Bretlands hafi notað búnað til að afkóða dulkóðuð gögn.

Obama gerði grín að skóm Sigmundar

"Það var mjög skemmtilegt að fá tækifæri til að sitja með honum í þrjá tíma og ræða málin,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra

Hafa borað 500 metra

Vaðlaheiðargöng lengjast um 60 metra á viku. Göngin verða fullkláruð 7,2 kílómetrar að lengd og stefnt er að gegnumbroti í september 2015.

Íslendingar í átak gegn lömunarveiki á heimsvísu

Sigrún Hjartardóttir fékk lömunarveiki þriggja ára gömul. Hún var ein sú síðasta sem veiktist í síðasta stóra lömunarveikisfaraldrinum á Íslandi. UNICEF á Íslandi hefur hafið átak þar sem Íslendingar geta styrkt baráttuna gegn lömunarveiki á heimsvísu.

Ungir framsóknarmenn styðja námsmenn

Ungir framsóknarmenn harma að menntamálaráðherra og Lánasjóður íslenskra námsmanna skuli ganga svo hart fram gegn hagsmunum stúdenta á námslánum eins og raun ber vitni um.

Menntskælingar skemmta sér

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nægu að snúast í nótt og var talsvert um útköll vegna ölvunar og hávaða í heimahúsum.

Leggur til að ríkið ráði flugvallarsvæðinu

Stjórnarþingmaður undirbýr frumvarp um að skipulagsvald yfir flugvallarsvæðinu í Reykjavík flytjist frá borginni til ríkisins. Bendir á Keflavíkurflugvöll og Þingvallaþjóðgarð sem fordæmi. Kynnir frumvarpið fyrir stjórnarliðum á næstu dögum.

Einn hinna grunuðu stakk af til Danmerkur

Lögreglan handtók á dögunum enn einn mann, grunaðan um aðild að líkamsárásarmálinu sem kennt hefur verið við Stefán Loga Sívarsson og Stokkseyri. Hann kom til Íslands í lögreglufylgd eftir að hafa stungið af til Danmerkur.

Spyr enn um kostnaðinn við Hörpu

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur enn lagt fram fyrirspurn í borgarstjórn um heildarkostnað við byggingu Hörpunnar.

Vilja að stjórnvöld efni loforð

Öryrkjabandalag Íslands og Landssamband eldri borgara boða til hvatningarfundar á Austurvelli á þriðjudag í næstu viku.

Íslendingur í fyrsta sæti bresku útvarpsverðlaunanna

Sigurður Þorri Gunnarsson var 12 ára þegar hann setti á laggirnar sína fyrstu útvarpsstöð á Akureyri. Hann hefur í raun ekki snúið til baka síðan, líf hans snýst um útvarp. Hann segir að útvarpið sé ástin í lífi sínu.

Kostnaður við fuglahús og flögg ekki svo mikill

Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, segir að misvísandi kostnaðartölur yfir framkvæmdir á Hofsvallagötu hafi farið í umferð og verið til umfjöllunar á ýmsum miðlum síðustu daga.

Slökktu eld í Hörðukór

Eldur kom upp í íbúð á 4. hæð í Hörðukór um þrjú leytið í dag. Húsið var rýmt en slökkviliðið var fljótt að ná tökum á eldinum.

Glimmerskarð í glysgjörnum Hafnarfirði

Á laugardaginn verður hægt að sækjast eftir því að búa við nýja götu sem ber heitið Glimmerskarð í nýju hverfi í Skarðshlíð í Hafnarfirði.

Forsætisráðherra vill aðkomu SÞ vegna Sýrlands

Barack Obama Bandaríkjaforseti er spenntur fyrir því að koma í opinbera heimsókn til Íslands og sýndi málefnum norðurslóða mikinn áhuga á fundi sínum með leiðtogum Norðurlandanna í Stokkhólmi í gær.

Rafmagnið ofar regnskóginum

Belo Monte, þriðja stærsta vatnsaflsvirkjun heims, er á teikniborði stjórnvalda í Brasilíu. Verkefnið er gagnrýnt úr öllum heimshlutum. Undir mannvirkið fer risastór hluti Amason-regnskógarins og þúsundir frumbyggja missa land sitt undir vatn. Framtíð þeirra er umlukin óvissu sem og þúsunda dýrategunda sem fullyrt er að deyi út við missi heimkynna sinna.

Snýst ekki um fáeina fulla og skrýtna listamenn

Í umræðunni um framlag hins opinbera til listastarfsemi gætir misskilnings og tölur sem fleygt hefur verið fram eru fjarri öllum sanni. Þetta segir Halla Helgadóttir sem telur umræðu um framlag hins opinbera til skapandi greina á villigötum.

Hjólamerki kostuðu rúmar sjö milljónir

Gróðurger, fuglahús og flögg á staurum kostuðu samtals 1.205.000 krónur en mestur kostnaður liggur í þeirri framkvæmd sem snýr að umferðaröryggismálum í götunni og hjólastígum eða nærri 17 milljónir.

Náðaði svikahrappurinn

Sigurður Kárason var ekki viðstaddur þegar þingfesting í máli hans fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan 11 í morgun. Forsetinn náðaði hann á sínum tíma en Björn Bjarnason hefur bent á að forsetinn hafi minnst með þá ákvörðun að gera.

Sjá næstu 50 fréttir