Innlent

Fallhlífarstökkvarar stukku úr flugvél Landhelgisgæslunnar

Sylvia Briem skrifar
Landhelgisgæslan hélt þátttöku sinni áfram í æfingunni Sarex Grænland 2013. Handrit æfingarinnar fjallar um aðstæður þar sem skemmtiferðaskipið Arctic Victory lendir í skakkaföllum. Um borð voru 200 farþegar og 48 manns í áhöfn.  Í handritinu strandar skemmtiferðarskipið og í því kviknar eldur.

Viðbragðsaðilar þurfa því að staðsetja skipið, slökkva eldinn, flytja sjúklinga og skipbrotsmenn frá skipinu.

Landhelgisgæslan lánaði búnað sinn þar á meðal flugvélina Sif, varðskipið Tý og starfsmenn gæslunnar.

Sif flaug með sjö fallhlífarstökkvara frá flugbjörgunarsveitinni á svæðið og stukku þeir út yfir Ella Island. Fimm stukku úr 4000 fetum, tveir úr 1000 fetum, einnig var björgunarbúnaði, tjöldum og vistum fyrir aðhlynningarstöð kastað úr 300 fetum.



Varðskipið Týr sendi sex reykkafara, dælur og ýmsan búnað eins og björgunarbáta sem að voru notaðir til að bjarga farþegum og fleira.



Í tilkynningu Landhelgisgæslunnar segir að aðgerðin hafi gengið vel og allir séu sáttur við afrakstur dagsins, en mjög mikilvægt sé að viðbragðsaðilar geti sent björgunarfólk og búnað með þessum hætti.

Hér fyrir neðan er myndband sem tekið er úr eftirlitsbúnaði flugvéla Landhelgisgæslunnar.

 

Sarex Greenland 2013 fallhlífastökk from Landhelgisgaeslan on Vimeo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×