Innlent

Kallar fram anda indjána á Íslandi

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Blue er af indjánaættum og styðst við heimspeki indjána í baráttu sinni fyrir friði.
Blue er af indjánaættum og styðst við heimspeki indjána í baráttu sinni fyrir friði. Mynd/úr safni
Friðarsinninn Jesse Blue-Forrest, eða Blue eins og hann er kallaður, er staddur hér á landi til að setja upp heilsugarða (e. medicin wheels) í öllum landshlutum.

Blue, sem er af indjánaættum, hóf ferð sína um Ísland í Viðey fyrir tæpri viku síðan. Þar reykti hann í fyrsta skipti opinberlega friðarpípu sína, sem hefur gengið á milli indjánahöfðingja kynslóð eftir kynslóð, og hann fékk afhenta fyrir störf sín við mannúðarmál.

Blue hefur ferðast um landið síðustu daga og sett upp heilsugarða í Öræfasveit, Borgarfirði Eystri, Eyjafjarðarsveit og á Snæfellsnesi.

Heilsugarðar eru hringir með eldstæði í miðjunni og Blue biður anda indjána um að hjálpa mannfólkinu við að styrkja jákvæðni, kærleika og frið í heiminum.

Gitte Lassen kemur að heimsókn Blue til Íslands.
Gitte Lassen, sem rekur Heilsumeistaraskóla á Íslandi, kemur að heimsókn Blue til landsins.

„Blue valdi Ísland vegna þeirrar sérstöðu landsins að hér er enginn her. Hér á Íslandi þykir okkur sjálfsagt að geta valið frið en þannig er það ekki alls staðar. Blue fékk herkvaðningu 18 ára gamall frá bandaríska hernum en neitaði að ganga í herinn því hann vildi velja frið. Í kjölfarið þurfti hann að standa í málaferlum og að lokum flýja til Kanada,“ segir Gitte.

Blue hefur helgað líf sitt baráttu fyrir friði og hefur ferðast víða um heim til að berjast fyrir málstaðnum.

„Blue fæddist friðarsinni og hefur bókstaflega aldrei gert flugu mein. Hann er einstaklega fallegur maður með fallega sál. Fólk sem hittir hann heillast af honum og sögunum sem hann segir,“ segir Gitte.

Áhugasamir fá tækifæri til að hitta Blue og Moon Dancer, aðstoðarmann hans, á mánudaginn kl. 16:30  í Olíulindinni, Vegmúla 2. Þar mun Blue segja sögu sína og tala um baráttu sína fyrir friði.

Blue og aðstoðarkona hans, Moon Dancer, setja upp heilsugarða víðsvegar um Ísland.
Blue og Moon Dancer í Borgarfirði Eystri að setja upp heilsuhring.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×