Innlent

Slökktu eld í Hörðukór

Kristján Hjálmarsson skrifar
Mynd/Vilhelm
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að Hörðukór 3 í Kópavogi þar sem tilkynnt var um reyk út um glugga á fjölbýlishúsi. Allar stöðvar voru sendar á vettvang.

Eldur hafði komið upp í íbúð á 4. hæð. Húsið var rýmt en slökkviliðið var fljótt að ná tökum á eldinum. Engin hætta var á ferðum og ekki urðu slys á fólki.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×