Innlent

Saurgerlamengun í Nauthólsvík - Vara við sjósundi

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Ekki er ráðlegt að skella sér í sjósund í Nauthólsvík í dag.
Ekki er ráðlegt að skella sér í sjósund í Nauthólsvík í dag. Mynd/Vísir.is
Heilbrigðisteftirlit Reykjavíkur ráðleggur sjósundsfólk að synda ekki í nágrenni við skólpdælustöðina í Nauthólsvík í dag. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að möguleiki sé á saurgerlamengun í sjó sem er yfir viðmiðunarmörkum. Bilun varð í skólpdælustöð við Skeljanes sem varð til þess að skólp slapp í sjóinn.

Að sögn Bjarna Brynjólfssonar, upplýsingastjóra Reykjavíkurborgar, er viðgerð lokið. Hann telur þó betra að hafa varann á og synda ekki í nágrenni við Nauthólsvík í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×