Innlent

Tveir bílar brunnu við Hótel Marína

Jakob Bjarnar skrifar
Bílarnir stóðu í björtu báli og eru nú brunarústirnar einar.
Bílarnir stóðu í björtu báli og eru nú brunarústirnar einar. Böddi
Nú í morgun, skömmu fyrir klukkan átta, kviknaði í tveimur bílum þar sem þeir stóðu við Hótel Marína í Reykjavík.

Slökkviliðið mætti fljótlega vettvang og gekk greiðlega að slökkva eldinn. Ekkert liggur fyrir um eldsupptök á þessu stigi. Slökkviliði barst tilkynning um að kviknað væri í einum bíl en svo virðist sem eldurinn hafi breiðst þaðan yfir í annan bíl. Jafnframt kom fram að um alelda bíl væri að ræða þannig að ljóst er að um er að ræða talsvert mikið bál.

Samkvæmt heimildum fréttastofu var annar bílanna bílaleigubíll.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×