Innlent

Natan á ný formaður Hallveigar

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Natan Kolbeinsson tekur við lyklavöldunum af Hildi Hjörvar, fráfarandi formanni.
Natan Kolbeinsson tekur við lyklavöldunum af Hildi Hjörvar, fráfarandi formanni. Mynd/Hallveig
Natan Kolbeinsson var í gær kosinn formaður Hallveigar, félags Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík. Aðalfundur félagsins fór fram í gær. Natan var formaður starfsárið 2011-2012 en Hildur Hjörvar gengdi embættinu á síðasta starfsári.

Í ræðu sinni á fundinum talaði Natan um mikilvægi þess að Samfylkingin fari ekki í sameiginlegt framboð í Reykjavík. Þess í stað eigi flokkurinn að bjóða upp á sterkan lista fólks þar sem ungt fólk er sýnilegt. Natan telur að húsnæðis- og skipulagsmál verði í fyrirrúmi í komandi kosningum og þar gæti Samfylkingin myndað sér sérstöðu sem lausnamiðaður flokkur. Natan sagði einnig að hann hefði fulla trú á meirihlutanum sem nú er við völd í borginni og að rödd Samfylkingarinnar væri sterk innan hans.

Aðrir í stjórn Hallveigar eru þau Viktor Stefánsson, Guðrún Lilja Kvaran, Sindri Snær Einarsson, Guðni Rúnar Jónasson, Björg María Oddsdóttir og Halla Gunnarsdóttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×