Innlent

Sýna samstöðu með Sýrlendingum

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Starfsmenn og sjálfboðaliðar Rauða krossins komu saman á Lækjatorgi.
Starfsmenn og sjálfboðaliðar Rauða krossins komu saman á Lækjatorgi. Mynd/Vilhelm
Sjálfboðaliðar og starfsmenn Rauða krossins sýndu samstöðu sína í verki á Lækjartorgi í dag þar sem þeir vildu vekja athygli á þeim hrikalegu aðstæðum sem Sýrlendingar búa við bæði innan og utan eigin landamæra.

Rauði krossinn vill láta vita að þeim er ekki sama um þá neyð sem ríkir í Sýrlandi og hvetur almenning til að sýna hið sama í verki með því að leggja söfnun Rauða krossins lið og hringja í söfnunarsímann 904 1500.

Þá bætast 1500 krónur við símreikning sem varið er í stuðning við verkefni Rauða krossins í Sýrlandi og nágrannaríkjum þar sem milljónir flóttamanna hafast við.  

Í tilkynningu frá Rauða krossinum segir að í Sýrlandi ríkir nú mesta neyð sem hjálparstofnanir hafa þurft að takast á við á undanförnum árum.  

Starfsmenn og sjálfboðaliðar Rauða hálfmánans í Sýrlandi horfast í augu við ólýsanlega hættulegar aðstæður á hverjum degi þegar þeir mæta til vinnu.

Þeir veita lífsnauðsynlega aðstoð til 2 milljóna manna í hverjum mánuði, þrátt fyrir að óttast um líf sitt við hjálparstörfin.

Því er gífurleg þörf á aðstoð og Rauði krossinn á Íslandi verður að leggja þar sitt að mörkum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×