Óþolandi að háspennulínan sé ekki farin segir bæjarstjóri Hafnarfjarðar Garðar Örn Úlfarsson skrifar 6. september 2013 08:00 Háspennulínur við Vallahverfi verða ekki teknar niður í bráð þótt þær angri íbúana. Fréttablaðið/GVA Bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir að ef ekki væri fyrir nýjan viðauka við samkomulag við Landsnet gæti fyrirtækið látið háspennulínur við Vallahverfi standa þar til þær ónýtast. Fulltrúi sjálfstæðisflokks segir Samfylkingu og VG "algjörlega ábyrg“. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir það ekki á færi bæjaryfirvalda að þvinga Landsnet til að taka strax niður háspennulínu og tengivirki við Vallahverfi. Í Fréttablaðinu í gær sagði íbúi í Vallahverfi mikið ónæði af háspennulínunni og tengivirki við hverfið. Íbúarnir væru ósáttir við að brotthvarfi mannvirkjanna hafi verið frestað allt til ársins 2020. Samkvæmt samningi hafi línurnar átt að vera farnar á árinu 2011.Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi Vinstri grænna og bæjarstjóri Hafnarfjarðar. „Að sjálfsögðu erum við sammála íbúunum um að það er alveg óþolandi að þessar línur séu ekki farnar eins og samkomulagið upphaflega við Landsnet frá 2009 gerði ráð fyrir,“ segir Guðrún. „En samkvæmt skýrum fyrirvörum í samkomulaginu hefðu línurnar geta staðið þar til þær væru ónýtar.“ Bæjaryfirvöld fóru fram á viðauka við samkomulagið þegar þróunin á raforkumarkaði varð ekki eins að var stefnt. „Í viðaukanum eru föst tímamörk og mælt fyrir um að Landsnet byrji í síðasta lagi að taka þetta niður árið 2016. Hins vegar ef raforkufrekar framkvæmdir fara fyrr í gang þá fari línan fyrr. Við erum því búin að ljúka allri okkar vinnu og það stendur ekkert á Hafnarfirði,“ segir bæjarstjórinn.Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir ljóst að það sé „algjörlega á ábyrgð meirihluta Samfylkingar og VG í bæjarstjórn og svo fyrrverandi ríkisstjórnar sömu flokka“ að tímamörk um brottnám raflínannna hafi ekki staðist. Rio Tinto Alcan hafi boðist til að leggja raflínurnar í jörð ef álverið í Straumsvík hefði fengið að stækka. „En málið var sett í íbúakosningu árið 2007, algjörlega á ábyrgð þessara flokka,“ segir Rósa. Síðan segir Rósa að samkomulagið við Landsnet frá árinu 2009 um hafi ekki haldið þar sem sem ríkisstjórn Samfylkingar og VG hafi beitt sér mjög gegn uppbyggingu orkufreks iðnaðar. Ekki hafi verið fjárhagslegar forsendur fyrir brottflutningi línanna. „Auðvitað vildi maður að bæjarstjórnin gæti beitt sér fyrir því að samkomulagið verði endurskoðað svo hægt verði að efna þau loforð sem íbúum á þessu svæði voru gefin fyrir mörgum árum og áður en frekari uppbygging á svæðinu fer fram. En líklega er það um seinan nema með gríðarlegum tilkostnaði fyrir bæinn,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir. Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Fleiri fréttir Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Sjá meira
Bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir að ef ekki væri fyrir nýjan viðauka við samkomulag við Landsnet gæti fyrirtækið látið háspennulínur við Vallahverfi standa þar til þær ónýtast. Fulltrúi sjálfstæðisflokks segir Samfylkingu og VG "algjörlega ábyrg“. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir það ekki á færi bæjaryfirvalda að þvinga Landsnet til að taka strax niður háspennulínu og tengivirki við Vallahverfi. Í Fréttablaðinu í gær sagði íbúi í Vallahverfi mikið ónæði af háspennulínunni og tengivirki við hverfið. Íbúarnir væru ósáttir við að brotthvarfi mannvirkjanna hafi verið frestað allt til ársins 2020. Samkvæmt samningi hafi línurnar átt að vera farnar á árinu 2011.Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi Vinstri grænna og bæjarstjóri Hafnarfjarðar. „Að sjálfsögðu erum við sammála íbúunum um að það er alveg óþolandi að þessar línur séu ekki farnar eins og samkomulagið upphaflega við Landsnet frá 2009 gerði ráð fyrir,“ segir Guðrún. „En samkvæmt skýrum fyrirvörum í samkomulaginu hefðu línurnar geta staðið þar til þær væru ónýtar.“ Bæjaryfirvöld fóru fram á viðauka við samkomulagið þegar þróunin á raforkumarkaði varð ekki eins að var stefnt. „Í viðaukanum eru föst tímamörk og mælt fyrir um að Landsnet byrji í síðasta lagi að taka þetta niður árið 2016. Hins vegar ef raforkufrekar framkvæmdir fara fyrr í gang þá fari línan fyrr. Við erum því búin að ljúka allri okkar vinnu og það stendur ekkert á Hafnarfirði,“ segir bæjarstjórinn.Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir ljóst að það sé „algjörlega á ábyrgð meirihluta Samfylkingar og VG í bæjarstjórn og svo fyrrverandi ríkisstjórnar sömu flokka“ að tímamörk um brottnám raflínannna hafi ekki staðist. Rio Tinto Alcan hafi boðist til að leggja raflínurnar í jörð ef álverið í Straumsvík hefði fengið að stækka. „En málið var sett í íbúakosningu árið 2007, algjörlega á ábyrgð þessara flokka,“ segir Rósa. Síðan segir Rósa að samkomulagið við Landsnet frá árinu 2009 um hafi ekki haldið þar sem sem ríkisstjórn Samfylkingar og VG hafi beitt sér mjög gegn uppbyggingu orkufreks iðnaðar. Ekki hafi verið fjárhagslegar forsendur fyrir brottflutningi línanna. „Auðvitað vildi maður að bæjarstjórnin gæti beitt sér fyrir því að samkomulagið verði endurskoðað svo hægt verði að efna þau loforð sem íbúum á þessu svæði voru gefin fyrir mörgum árum og áður en frekari uppbygging á svæðinu fer fram. En líklega er það um seinan nema með gríðarlegum tilkostnaði fyrir bæinn,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir.
Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Fleiri fréttir Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Sjá meira