Fleiri fréttir

Kennarar fara fram á miklar hækkanir

Framhaldsskólakennarar eru orðnir langþreyttir á margra ára niðurskurði og kjaraskerðingu. Kaupmáttur þeirra hefur rýrnað um 18% frá hruni. Fyrir hrun voru heildarlaun þeirra svipuð og hjá BHM en eru nú um átta prósentum lægri.

Jóhanna segir upp áskrift að Herðubreið

Úttekt Karls Th. Birgissonar ritstjóra í Herðubreið á stöðu Samfylkingarinnar og gengi hennar í síðustu kosningum, virðist hafa farið svo mjög fyrir brjóstið á Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrrverandi formanni Samfylkingarinnar og forsætisráðherra, að hún hefur nú sagt upp áskrift að tímaritinu

Vill að lögregla rannsaki kampavínsklúbba

Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar vill að lögreglan rannsaki rekstur kampavínsstaða í Reykjavík. Hún telur að um vændisstarfsemi sé að ræða og að konur sem þar starfa sé fengnar hingað til lands í gegnum mansal.

Krepputal á undanhaldi

Kreppufréttir í fjölmiðlum hafa ekki verið færri frá hruni en í nýliðnum júnímánuði. Samkvæmt kreppuorðsvísitölu Arion banka er krepputal á undanhaldi og gæti það bent til aukins hagvaxtar í landinu.

Krabbameinssjúklingar finna fyrir óöryggi

Kona, sem gengur nú í annað sinn í gegnum krabbameinsmeðferð, segir upplifun sína af krabbameinsdeild Landspítalans nú ekki góða, ólíkt því sem var fyrir ellefu árum. Hún segist finna fyrir miklum óróa og óstöðugleika á deildinni sem hefur leitt til þess að hún sækir nú sína læknisþjónustu á einkastofu út í bæ.

Búið að staðsetja konurnar

Björgunarsveitarmönnum Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Snæfellsnesi hefur tekist að staðsetja tvær erlendar ferðakonur sem hringdu í neyðarlínuna um klukkan tvö í dag eftir að þær töpuðu áttum í svartaþoku í Hnappadal á Snæfellsnesi.

Ferðamenn hanga á húnunum

Jakob Frímann Magnússon miðborgarstjóri segir æskilegt að verslanir í miðborginni opnuðu fyrr en nú þar sem ferðamenn hangi margir á húnunum snemma dags.

Mál Stúdentaráðs gegn LÍN þingfest

Stúdentaráð hefur nú höfðað mál gegn íslenska ríkinu og LÍN vegna breytinga sem gerðar voru á útlánareglum sjóðsins. Málið var þingfest í hérðasdómi í dag. Sigurbjörn Magnússon er lögmaður LÍN.

Kaupmenn sofa til hádegis og missa viðskipti

Kaupmaður við Laugaveg segir verslanir þar opna allt of seint og verði þar af leiðandi af miklum viðskiptum. Þá ráfi ferðamenn um þessa aðalverslunargötu borgarinnar án þess að fá fullnægjandi þjónustu.

Sjálfstæðismenn notfærðu sér veikindi Ólafs F.

"Ég er enn miður mín og skammast mín fyrir að hafa tekið þátt í að gera Ólaf F. Magnússon að borgarstjóra," segir borgarfulltrúinn Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, í viðtali við Nýtt líf.

Ástarvikan flutt til hausts

Þó að engin ástarvika hafi verið haldin í Bolungarvík er höfundur hennar, Soffía Vagnsdóttir, síður en svo af baki dottin með það verkefni.

Illugi Gunnarsson: Barnalegt upplegg í Láru Hönnu-málum

Illugi Gunnarsson segir skrif Láru Hönnu Einarsdóttur bloggara ekki skipta nokkru máli í tengslum við hugsanlega setu hennar sem varamaður í stjórn RÚV ohf. Lögin séu hins vegar fortakslaus og hans skylda sé sú að ganga úr skugga um að eftir þeim sé farið.

Google Streetview kortleggur Ísland

Starfsfólk hugbúnaðarrisans Google er nú komið hingað til lands til að kortleggja allar götur og vegi landsins fyrir Google Streetview.

Veldur banvænum sjúkdómi

Í nýrri skýrslu, Breathless for Blue Jeans, sem unnin var á vegum nokkurra baráttusamtaka, segir að verslanakeðjan H&M skipti enn við kínverska verksmiðju þar sem gallabuxur eru sandblásnar með lífshættulegri aðferð.

Kreppufréttum fækkar stöðugt

Fréttum í prent- og ljósvakamiðlum sem innihalda orðið "kreppa“ fækkar stöugt frá því þær tröllriðu landanum í haustmánuðum 2008. Í júní síðastliðnum voru þær fimmtíu og níu og þótt einhverjum þætti nóg um hafa þær ekki verið færri frá árinu 2007.

Segir Vestfirðinga ná vopnum sínum á ný

„Þeir síðustu verða fyrstir,“ segir Guðmundur Óli Tryggvason hjá Fasteignasölu Vestfjarða, en fasteignaverð hefur hvergi hækkað jafn mikið frá hruni en þar, eða 24 prósent.

Selskapur kvenna til sölu fyrir kampavín

Nýverið voru opnaðir tveir nýir kampavínsklúbbar í Reykjavík. Fyrir er einn slíkur í Lækjargötu, Strawberries. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins snýst starfsemin um að kaupa sér félagsskap léttklæddra kvenna með kaupum á dýru kampavíni.

Tveggja stúlkna leitað vegna nauðgunar

Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir tveimur konum sem mögulegum vitnum í nauðgunarmáli. Konurnar tvær munu hafa verið á leið til höfuðborgarinnar frá Reykjanesbæ aðfaranótt sunnudagsins 30. júní og tóku, á leið sinni í gegnum bæinn, upp unga stúlku í bílinn og keyrðu hana heim til sín.

Hrikaleg hætta sögð steðja að Skagafirði

Landeigendur segja vaxandi hættu á að Héraðsvötn brjóti sér leið í Húseyjarkvísl með hrikalegum afleiðingum fyrir beitar- og ræktarlönd. Vatn myndi leggjast að flugvellinum og neðri hluta Sauðárkróks. Brýnt sé að sveitarfélagið bregðist við.

Ruslíbúð á toppverði

Auglýsing sem birtist á Bland.is í dag hefur farið eins og eldur í sinu um netheima síðustu klukkustundir.

Íslendingar gefi eftir í makríldeilunni

Varaformaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins segir að íslensk stjórnvöld verði að fallast á sáttatilboð Noregs og Evrópusambandsins í makríldeilunni til að komast hjá viðskiptaþvingunum. Hann telur að þvinganirnar brjóti ekki gegn alþjóðlegum viðskiptasamningum en segir að Íslendingum sé frjálst að vísa málinu til dómstóla.

Eldur í bíl á Miklubraut

Slökkvilið Reykjavíkur var kallað út vegna elds sem kom upp í bíl á Miklubraut fyrir skömmu.

Deila um ljósastaur við Fiskikónginn

Ljósastaurastríð er hafið á Sogavegi. Fiskbúðareigandi vill að borgin færi ljósastaur sem viðskiptavinir hans keyra stöðugt á en fær þau svör að hann verði þá að borga brúsann. Borgin segir staurinn vera hluta af samræmdri heildarlýsingu götunnar.

Biðlistar í aðgerðir lengjast stöðugt

Áttatíu manns hafa beðið í meira en þrjá mánuði eftir því að komast í kransæðaaðgerðir hér á landi. Biðlistinn hefur aldrei verið lengri. Landlæknir segir biðlista í ýmiskonar aðgerðir stöðugt hafa verið að lengjast síðastliðin ár.

Starfsmenn Landsbankans fá 4,7 milljarða í sinn hlut

Starfsmenn Landsbankans hafa eignast tæplega 1% hlut í bankanum. Þeir sem hafa verið í fullu starfi fá hlutabréf að verðmæti fernra mánaðarlauna, eftir skatta. Mikilvægt að hagsmunir starfsfólks og bankans fari saman, segir bankastjórinn.

Talibani biðst afsökunar

Yfirmaður talibanahreyfingarinnar í Pakistan hefur sent Malölu Júsafsaí bréf þar sem beðist er afsökunar á skotárásinni á hana á síðasta ári.

Þingmaður hljóp Laugaveginn í annað sinn

Róbert Marshall hljóp Laugaveginn í annað sinn um liðna helgi. Hlaupið tók um sjö klukkustundir. Hann á besta tímann meðal þingmanna en Pétur Blöndal hefur hlaupið Laugaveginn sex sinnum.

Sjá næstu 50 fréttir