Innlent

Harkalega handtakan komin á borð ríkissaksóknara

Kristján Hjálmarsson skrifar
Handtakan vakti mikla athygli en hún náðist á myndband.
Handtakan vakti mikla athygli en hún náðist á myndband.
Mál lögreglumannsins sem handtók konu með harkalegum hætti fyrir um tveimur vikum  er komið inn á borð ríkissaksóknara. Málið fær flýtimeðferð þar en það gæti tekið allt að mánuð að fá niðurstöðu um hvort ákæra verður gefin út.

Samkvæmt heimildum Vísis hafa þó nokkrar skýrslur verið teknar, meðal annars af fólki sem varð vitni að handtökunni. Þá verður myndbandið sem sýnir handtökuna líka notað við rannsóknina. Lögreglumaðurinn sem stóð að handtökunni hefur verið leystur undan skyldum sínum.

Umboðsmaður Alþingis óskaði einnig eftir upplýsingum um málið.

Málið vakti mikla athygli en myndband náðist af handtökunni sem sýndi harkalega handtöku á ofurölvi konu í miðborg Reykjavíkur.


Tengdar fréttir

Ekki óeðlileg handtaka

Formaður Landssambands lögreglumanna segir að lögreglumaður hafi beitt viðurkenndum aðferðum þegar ung kona var handtekin í miðborginni um helgina.

Fumlaus handtaka

Mjög ofarlega í umræðunni í dag er handtaka lögreglumanns sem náðist á myndband. Umræðan er mjög á einn veg og orð eins og „ótrúlega harkaleg handtaka“ verið notuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×