Innlent

Ástarvikan flutt til hausts

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar
Væntanlega fá hjörtu sem þessi að fjúka upp í haustloftið í Bolungarvík í ár.
Væntanlega fá hjörtu sem þessi að fjúka upp í haustloftið í Bolungarvík í ár.
Þó að engin ástarvika hafi verið haldin í Bolungarvík er höfundur hennar, Soffía Vagnsdóttir, síður en svo af baki dottin með það verkefni.

Ástarvikan verður nú endurvakin en í stað þess að halda hana síðsumars, þegar Soffía er önnum kafinn í ferðamennsku, verður hún flutt til haustsins.

„Eftir miklar vangaveltur höfum við komist að því að eflaust er best að halda hana í septemberlok eða októberbyrjun þegar hversdagslífið skellur aftur á hjá fólki,“ segir Soffía. „Er það ekki kjörinn tími til að elskast?“ segir hún og hlær við.

Einnig eru uppi hugmyndir um að fá fleiri bæi til að taka þátt í Ástarvikunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×