Fleiri fréttir

Fyrsta hótelinu fagnað á Patreksfirði

Patreksfirðingar fagna á morgun opnun fyrsta hótelsins í bænum, sem jafnframt er það fyrsta í þorpum Barðarstrandarsýslu og skapar nítján störf.

Þorpið þyrstir í fréttir af bormönnum

Allra augu á Tálknafirði mæna þessa dagana á þrjá bormenn sem þar bora eftir heitu vatni. Þeir eru komnir niður á það dýpi þar sem heitavatnsæðin átti að vera.

Ósáttur við aðalskipulag borgarinnar

Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn mun ekki styðja nýtt aðalskipulag Reykjavíkurborgar. Hann segir að einblýnt sé um of á þéttingu byggðar í miðborginni á meðan uppbygging í úthverfunum sitji á hakanum sem fæli barnafjölskyldur úr borginni.

Fyrsta flík Eggerts feldskera á Þjóðminjasafnið

Eggert feldskeri afhenti í dag Þjóðminjasafninu að gjöf, fyrstu flíkina sem hann hannaði og seldi, árið 1977. Um er að ræða glæsilegan mokkajakka úr lambskinni, og var hann í eigu Rannveigar Guðmundsdóttur, fyrrverandi Alþingismanns.

Líkamshlutar endurnýttir og seldir úr landi

Gerviliðir sem sitja eftir við líkbrennslu eru pússaðir upp og sendir til efnaminni landa. Þannig öðlast íslenskir líkamshlutar framhaldslíf í framandi löndum.

Hælisleitendur streyma til landsins

170 hælisleitendur bíða nú úrlausnar vegna umsóknar um hæli hér á landi. Langlestir þeirra nýta þjónustu frá Reykjanesbæ en nokkrir sjá þó um eigin framfærslu.

Fjórðungur lætur brenna sig

Fjöldi bálfara á Íslandi hefur tvöfaldast undanfarinn áratug og nú lætur um fjórðungur landsmanna brenna sig. Það stefnir í skort á landrými fyrir kistugrafreiti og forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma segir einnig vanta fjármagn til reksturs á líkhúsi.

„Ofur lúðalegt en fáránlega skemmtilegt“

Kristján Eldjárn, meðlimur danshljómsveitarinnar Sykurs, er einn sautján nemenda í grunnámi við Háskóla Íslands sem munu dvelja við rannsóknir og nám við heimsþekkta háskóla í Bandaríkjunum í sumar. Kristján mun rannsaka svokallaða tölvusjón við Caltech í Kaliforníu.

Samkaup innkallar jarðarber vegna lifrarbólgu A

Samkaup, hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja, ákveðið að innkalla af markaði frosin jarðaber frá Coop þar sem grunur leikur á um að berin séu menguð af veiru sem veldur lifrabólgu A.

Ökuferð til Akureyrar fyrir minna en 3.000 krónur

Árleg sparaksturskeppni FÍB og Atlantsolíu var sett kl 9 í morgun. 24 fólksbílar aka nú 382 km á milli Reykjavíkur og Akureyrar. Keppendur þurfa að vera búnir að ljúka keppni á 5 klukkutímum og 10 mínútum

Hver er eiginlega þessi Ársæll?

Maðurinn sem bræðurnir í stóra amfetamínmálinu nafngreindu og sögðu höfuðpaur í fíkniefnainnflutningnum heitir Ársæll Snorrason.

Handtekinn tvisvar á sama klukkutíma

Lögreglan á Suðurnesjum handtók í gærkvöldi sama manninn tvisvar sinnum á sama klukkutímanum vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna.

Hagsmunasamtökin telja dóminn fordæmisgefandi

Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í gær að óheimilt hafi verið að reikna seðlabankavexti afturvirkt á skammtímalán eftir að gengistryggð lán voru dæmd ólögleg fyrir þremur árum síðan.

Adolf Ingi á ströndinni með klappstýrum

Adolf Ingi Erlingsson verður með innslög frá Evrópumótinu í strandhandbolta á vef Evrópska handboltasambandsins í sumar. "Það verður diskótekari sem heldur uppi fjörinu, klappstýrur og læti,“ segir Dolli.

Dularfullir bílar á kreiki í fíkniefnamáli

"Ég sá bíl sem elti okkur. Ég spurði þá Dainius hvað væri í gangi en hann vildi ekkert segja,“ sagði túlkur Darius Kochanas fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í stóra amfetamínmálinu í gær.

"Þetta á ekkert að vera svona"

„Þetta kom mér svolítið óþægilega á óvart því við höfum átt góð samskipti við Breiðablik í gegnum tíðina,“ segir Ragnar Bogi Petersen, sem situr í stjórn meistaraflokks HK.

Golfið að gleypa veiðina

Samdráttur í sölu veiðileyfa, um heil þrjátíu prósent, er án fordæma. Margvíslegar ástæður búa þar að baki; ein er sú að golfið er að gleypa veiðina. Bjarni Júlíusson er formaður Stangveiðfélags Reykjavíkur og hann telur sitthvað til í þeirri kenningu.

Sökuð um dylgjur um Vatnsendaskuldabréf

Fjármálastjóri Kópavogs segir misskilning að umdeild uppgreiðsla skuldabréfa tengist eignarnámi á Vatnsenda. Meirihlutinn sakar Guðríði Arnardóttur um ærumeiðingar. Hún ráðleggur bæjarstjóranum að endurskoða starfshætti sína.

Ábendingum um látna höfuðpaurinn ekki fylgt eftir

Stjórnandi rannsóknar í stóra amfetamínmálinu sagði fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að ábendingu um að Ársæll Snorrason hefði staðið á bak við innflutning á tugum kílóa af amfetamíni hefði ekki verið fylgt vel eftir. Ástæðan sem hann gaf upp var einfaldlega sú að lögreglan hafði ekki nægilega miklar sannanir um aðkomu hans að málinu.

Krókasjómenn flykkjast á makríl

Þegar hafa 239 útgerðir sótt um leyfi til Fiskistofu til að færaveiða makríl í sumar. Um sprengingu er að ræða þar sem aðeins 17 bátar stunduðu veiðarnar í fyrra.

Matthías Máni ákærður á ný

Matthías Máni Erlingsson, sem strauk af Litla-Hrauni um miðjan desember í fyrra, hefur verið ákærður af lögreglustjóranum á Selfossi fyrir hegningarlagabrot á meðan á flóttanum stóð.

Skrýtið að upplifa að barnið manns sé blint

"Það er skrýtið að upplifa það að barnið manns sé blint,“ segir Guðrún Jónsdóttir, fjögurra ára Leu Karen Friðbjörnsdóttur sem hefur verið alblind frá fimm mánaða aldri. Hún fór í aðgerð og lyfjameðferð. Guðrún segir að í lyfjameðferðinni hafi þau foreldrarnir gert sér grein fyrir því að sjónin myndi ekki koma til baka. Uppfrá því hafi verið lagt upp með að Lea Karen geti tekið sama þátt í samfélaginu og aðrir. Ekki síst af hálfu sérkennlustjórans í leikskólanum.

Animal Planet vildi veiða Lagarfljótsorminn á stöng

Ísland fær mikla landkynningu í lokaþætti River Monsters á Animal Planet þar sem rennt er fyrir Loch Ness-skrímslið og Lagarfljótsorminn. Þáttagerðarmennirnir urðu algerlega kjaftstopp yfir tærleika Þingvallavatns.

Aðeins eitt tilboð í vegalagfæringar

Þrátt fyrir mikla erfiðleika og verkefnaskort í verktakageiranum barst Vegagerðinni aðeins eitt tilboð í að lagfæra veginn yfir Þverárfjall fyrir norðan.

Sparaksturskeppni hefst

Ökumenn mega ekki fara yfir löglegan hámarkshraða og eru vegfarendur beðnir um sýna keppendum tillitssemi, þar sem almennur ökuhraði mun að jafnaði vera nokkuð hærri.

Fyrsta skemmtiferðaskipið komið

Þegar Fram var statt út af Ingólfshöfða síðdegis í gær fékk farþegi hjartaáfall og óskaði skipstjórinn þegar eftir því að þyrla Gæslunnar sækti manninn og flytti á sjúkrahús.

Frönsk skonnorta kemur í höfn

Frönsk tvímastra skonnorta í eigu franska sjóhersins kom til Reykjavíkurhafnar í gærkvöldi og hlaut veglegar móttökur Gæslunnar og áhugamanna um þessi skip.

Framúrskarandi ungir Íslendingar

„Þetta eru verðlaun sem JCI-samtökin standa að baki, og eru veitt árlega. Þetta eru hvatningarverðlaun til ungs fólks sem er að takast á við krefjandi og athyglisverð verkefni,“ sagði Tryggvi F. Elínarson, formaður verkefnisins.

Íslenskar torrent-síður hýsa mjög gróft klám

Gróft klámefni er í dreifingu á milli Íslendinga á íslenskum vefsvæðum á borð við deildu.net. Fáliðuð kynferðisbrotadeild lögreglu getur lítið aðhafst þótt dreifingin sé skýrt brot á lögum. Ekkert er hægt að gera nema formleg kæra berist.

Sérfræðingur varar við notkun Íbúfens

Sérfræðingur í hjartalækningum segir nýja rannsókn sýna að verkjalyfið Íbúfen auki líkurnar á hjartasjúkdómum. Lyfið er eitt hið vinsælasta sinnar tegundar á markaðnum. Hann vill að það verði lyfseðilsskylt.

Fötluð börn eru oft utanveltu og gleymd

Meta þarf fötluð börn að verðleikum og meðtaka þau sem mikilvæga þátttakendur í samfélaginu frekar en að einblína á takmarkanir þeirra og sjá þau sem þiggjendur.

Lokað útboð vegna sérhæfingar

Guðríður Arnardóttir, fulltrúi Samfylkingar í framkvæmdaráði Kópavogs, gagnrýnir að útboð vegna endurbóta á hressingarhælinu í bænum sé ekki opið heldur sé efnt til lokaðs útboðs meðal sex valinna verktaka.

Héraðsdómur framlengir gæsluvarðhald

Maðurinn er grunaður um kynferðisbrot gegn tíu ára gamalli stelpu þegar hann nam hana á brott með valdi í Vesturbæ Reykjavíkur þann 14. maí síðastliðinn og braut gegn henni á afviknum stað utan höfuðborgarsvæðisins.

Aðalskipulag klárað í sátt í næstu viku

Nýtt aðalskipulag fer fyrir borgarstjórn og í auglýsingu í næstu viku. Í fyrsta skipti sem allir flokkar kynna nýtt skipulag í sátt. Formaður borgarráðs segir ekki vanþörf á því að vinna skipulag vandlega og að reynt sé að læra af fyrri mistökum.

Ölvaður stuðningsmaður HK réðist á Blika

Jóhann Berg Guðmundsson, atvinnumaður í fótbolta, lenti í óskemmtilegu atviki ásamt félögum sínum á fótboltaleik nágrannaliðanna HK og Breiðablik á Kópavogsvelli fyrr í kvöld.

Nýir þingmenn á skólabekk

Tuttugu og sjö nýir þingmenn settust á skólabekk í dag þar sem þeir voru kynntir fyrir því hvernig hlutirnir ganga fyrir sig á Alþingi. Farið var yfir framkoma, hefðir og venjur.

Ekki búnir að átta sig á áhrifum dómsins

Landsbankinn hefur nú hafið vinnu við að meta áhrif nýfallins dóms þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að ekki væri heimilt að reikna seðlabankavexti afturvirkt á skammtímalán.

Lýður sektaður

Lýður Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformaður Exista, var í hérðasdómi Reykjavíkur í dag fundinn sekur um brot á hlutafélagalögum vegna hlutafjáraukningar í félaginu í desember 2008.

Sjá næstu 50 fréttir