Innlent

Héraðsdómur framlengir gæsluvarðhald

Fallist var á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni á fertugsaldri sem grunaður er um að hafa brotið gegn tíu ára stúlku.
Fallist var á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni á fertugsaldri sem grunaður er um að hafa brotið gegn tíu ára stúlku. Fréttablaðið/Valli

Héraðsdómur Reykjavíkur féllst síðdegis í fyrradag á kröfu lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins um að gæsluvarðhald yfir manni á fertugsaldri yrði framlengt um fjórar vikur. Maðurinn er grunaður um kynferðisbrot gegn tíu ára gamalli stelpu þegar hann nam hana á brott með valdi í Vesturbæ Reykjavíkur þann 14. maí síðastliðinn og braut gegn henni á afviknum stað utan höfuðborgarsvæðisins. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu miðar rannsókn málsins vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×