Hælisleitendur streyma til landsins Ingveldur Geirsdóttir. skrifar 31. maí 2013 18:37 Þessu fólki var vísað úr landi fyrir skemmstu. 170 hælisleitendur bíða nú úrlausnar vegna umsóknar um hæli hér á landi. Langlestir þeirra nýta þjónustu frá Reykjanesbæ en nokkrir sjá þó um eigin framfærslu. Þriðjudaginn 28. maí síðastliðinn voru hundrað og sjötíu hælisleitendur á Íslandi. Þeir bíða allir úrlausnar á umsókn sinni um hæli. Inn í þessari tölu eru ekki króatarnir tuttugu og sjö sem voru sendir úr landi um hádegi á þriðjudag. Um 110 mál eru til meðferðar hjá Útlendingastofnun. Hjá innanríkisráðuneytinu eru 61 mál hælisleitenda til meðferðar auk 38 mála sem falla undir Dyflinnarsamninginn, alls eru málin þar því 99. Af þessum 170 hælisleitendum nýta 147 þjónustu frá Reykjanesbæ en 23 sjá um eigin framfærslu. Í mesta lagi 20 þeirra dvelja á Fit hosteli í Njarðvík en samkvæmt upplýsingum frá Reykjanesbæ eru þeir langflestir í íbúðum þar og á höfuðborgarsvæðinu. Langflestir hælisleitenda hér eru einhleypir karlmenn. Aldrei hafa fleiri sótt um hæli hér á landi og það sem af er þessu ári, en hælisleitendurnir telja orðið hátt í hundrað. Langflestir þeirra komu frá Króatíu eða 48. Eins og áður segir voru 27 þeirra sendir heim í vikunni, ellefu voru þegar farnir og tíu bíða enn hér á landi eftir lausn sinna mála. Ekki liggur fyrir hver heildarkostnaður flutningana á króötunum er samkvæmt embætti Ríkislögreglustjóra en áður hefur komið fram að leiga á flugvélinni kostaði um átta milljónir. Þá fengu króatarnir farareyri til að koma sér til síns heima frá Zagreb, hver fullorðinn einstaklingur fékk átta þúsund íslenskar krónur og hvert barn fjögur þúsund krónur. Tæpur tvöhundruð þúsund kall hefur þá farið í farareyrinn, ótalin eru þá laun þeirra íslensku starfsmanna sem fylgdu króötunum út. En samkvæmt Evrópureglugerð er mælt með því að fylgdarmenn séu að minnsta kosti jafn margir þeim hælisleitendum sem verið er að fylgja út. Fjármagn vegna ferðarinnar kemur frá ríkissjóði. Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
170 hælisleitendur bíða nú úrlausnar vegna umsóknar um hæli hér á landi. Langlestir þeirra nýta þjónustu frá Reykjanesbæ en nokkrir sjá þó um eigin framfærslu. Þriðjudaginn 28. maí síðastliðinn voru hundrað og sjötíu hælisleitendur á Íslandi. Þeir bíða allir úrlausnar á umsókn sinni um hæli. Inn í þessari tölu eru ekki króatarnir tuttugu og sjö sem voru sendir úr landi um hádegi á þriðjudag. Um 110 mál eru til meðferðar hjá Útlendingastofnun. Hjá innanríkisráðuneytinu eru 61 mál hælisleitenda til meðferðar auk 38 mála sem falla undir Dyflinnarsamninginn, alls eru málin þar því 99. Af þessum 170 hælisleitendum nýta 147 þjónustu frá Reykjanesbæ en 23 sjá um eigin framfærslu. Í mesta lagi 20 þeirra dvelja á Fit hosteli í Njarðvík en samkvæmt upplýsingum frá Reykjanesbæ eru þeir langflestir í íbúðum þar og á höfuðborgarsvæðinu. Langflestir hælisleitenda hér eru einhleypir karlmenn. Aldrei hafa fleiri sótt um hæli hér á landi og það sem af er þessu ári, en hælisleitendurnir telja orðið hátt í hundrað. Langflestir þeirra komu frá Króatíu eða 48. Eins og áður segir voru 27 þeirra sendir heim í vikunni, ellefu voru þegar farnir og tíu bíða enn hér á landi eftir lausn sinna mála. Ekki liggur fyrir hver heildarkostnaður flutningana á króötunum er samkvæmt embætti Ríkislögreglustjóra en áður hefur komið fram að leiga á flugvélinni kostaði um átta milljónir. Þá fengu króatarnir farareyri til að koma sér til síns heima frá Zagreb, hver fullorðinn einstaklingur fékk átta þúsund íslenskar krónur og hvert barn fjögur þúsund krónur. Tæpur tvöhundruð þúsund kall hefur þá farið í farareyrinn, ótalin eru þá laun þeirra íslensku starfsmanna sem fylgdu króötunum út. En samkvæmt Evrópureglugerð er mælt með því að fylgdarmenn séu að minnsta kosti jafn margir þeim hælisleitendum sem verið er að fylgja út. Fjármagn vegna ferðarinnar kemur frá ríkissjóði.
Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira