Innlent

Ölvaður stuðningsmaður HK réðist á Blika

Jóhannes Stefánsson skrifar
Jóhann Berg Guðmundsson á góðri stundu með kærustu sinni
Jóhann Berg Guðmundsson á góðri stundu með kærustu sinni Mynd/ Úr einkasafni

Jóhann Berg Guðmundsson, atvinnumaður í fótbolta, lenti í óskemmtilegu atviki ásamt félögum sínum á fótboltaleik nágrannaliðanna HK og Breiðablik á Kópavogsvelli fyrr í kvöld. Ölvaður stuðningsmaður HK mun hafa veist að Jóhanni og félögum hans vegna þess að hann var ósáttur við hvar þeir sátu í stúkunni. Lögreglu þurfti til að skakka leikinn.

„Já það var eitthvað vesen í gangi.," segir Jóhann um atvikið. „Þetta gerðist í HK stúkunni, við sátum þarna nokkrir félagarnir HK megin bara voða rólegir sko. Þessi tiltekni drengur vildi að við myndum færa okkur yfir í Blikastúkuna en hún var bara full. Við vorum voða rólegir þarna HK megin en það var nú ekki eins og það væri mikið af HK stuðningsmönnum, það var voða dapurt hjá þeim. Hann var eitthvað að reyna að hrinda okkur þangað og þá var eitthvað vesen sem löggan kom og stoppaði."

Jóhann segir atvikið hafa endað þannig að annar maður úr stuðningsmannaliði HK gaf sig á tal við hinn sem var með leiðindin og lýsti yfir óánægju sinni með framkomu hans. „Það var hann sjálfur sem meiddi sig eitthvað eftir einhver samskipti við einhvern annan HK-ing," segir Jóhann.

Jóhann segir ekki líklegt að einhverjir eftirmálar verði, en atvikið mun hafa verið vandræðalegt fyrir viðkomandi. „Hann var blindfullur strákurinn, hann var búinn að fá sér of mikið."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×