Innlent

Fötluð börn eru oft utanveltu og gleymd

hó skrifar
UNICEF undirstrikar að allir nytu góðs af ef horft væri til þess hvers fötluð börn eru megnug.
UNICEF undirstrikar að allir nytu góðs af ef horft væri til þess hvers fötluð börn eru megnug.

Meta þarf fötluð börn að verðleikum og meðtaka þau sem mikilvæga þátttakendur í samfélaginu frekar en að einblína á takmarkanir þeirra og sjá þau sem þiggjendur. Breytt viðhorf eru til hagsbóta fyrir alla. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, um stöðu barna í heiminum.

Í fréttatilkynningu frá UNICEF á Íslandi kemur fram að á heimsvísu hafi fötluð börn margfalt minna aðgengi að menntun en önnur börn. Jafnframt segir að Ísland hafi ekki enn fullgilt samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks þótt vinna við fullgildinguna standi yfir í innanríkisráðuneytinu.

Í skýrslu UNICEF er undirstrikað að nær 130 ríki hafi fullgilt samninginn og þau sem eftir standa eru hvött til að gera það sama hið fyrsta. Enn fremur að ráðast þurfi í aðgerðir til að eyða fordómum og veita fjölskyldum þann stuðning sem þarf til að fötluð börn fái notið fullra mannréttinda.

Samkvæmt skýrslu UNICEF er tæplega fjórum sinnum líklegra að fötluð börn í 17 efnameiri ríkjum heims verði fyrir ofbeldi en önnur börn. Börn með þroskahömlun eru auk þess tæplega fimm sinnum líklegri til að verða fyrir kynferðislegu ofbeldi en önnur. Í skýrslu sem UNICEF á Íslandi gaf út árið 2011 kemur fram að heyrnarlaus börn eru þrisvar sinnum líklegri til að verða fyrir kynferðislegu ofbeldi hér á landi en önnur börn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×