Fjórðungur lætur brenna sig Hrund Þórsdóttir skrifar 31. maí 2013 18:15 Fjöldi bálfara hefur tvöfaldast undanfarinn áratug. Fjöldi bálfara á Íslandi hefur tvöfaldast undanfarinn áratug og nú lætur um fjórðungur landsmanna brenna sig. Það stefnir í skort á landrými fyrir kistugrafreiti og forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma segir einnig vanta fjármagn til reksturs á líkhúsi. Hlutfall bálfara af heildartölu látinna hefur aukist mikið frá árinu 1969 en þróunin hefur verið sérstaklega hröð frá aldamótum. Nú láta um 500 manns brenna sig á ári hverju, en um 2000 manns látast hér árlega. Á landsvísu lætur því um fjórðungur brenna sig en á höfuðborgarsvæðinu er hlutfallið enn hærra, eða 39%. Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma, segir bálfarir hagkvæmari en að grafa kistur, meðal annars vegna landnýtingar. Duftker taki sexfalt minna pláss og þegar um duftgarða sé að ræða, sé mögulegt að hafa kirkjugarða inni í borgum. Hann segir skort á landrými fyrir kistugrafreiti stefna í að verða vandamál. „Gufuneskirkjugarður verður fullsettur í kringum 2020 og þá þurfum við að vera komin vel af stað með nýjan garð,“ segir Þórsteinn. Líkbrennsluofnarnir í Fossvogi eru þeir einu á landinu. Víðast hvar er notast við gas til að hita upp slíka ofna en hér er notast við rafmagn svo íslensku ofnarnir eru umhverfisvænir. Kostnaður er ástæðan fyrir því að aðeins eru brennsluofnar á einum stað á landinu, enda kostar um eða yfir hálfan milljarð að koma upp bálstofu. Hér er þetta ekki vandamál og ofnarnir í Fossvogi sinna öllu landinu. Kostnaður við rekstur líkhússins er hins vegar vandamál og segir Þórsteinn skorta löggjöf um hverjir eigi að annast slíka þjónustu. Líkhúsið sé barn síns tíma og standist ekki nútímakröfur. Árið 2006 skipaði þáverandi dóms- og kirkjumálaráðherra nefnd til að koma fram með breytingu á lögum um kirkjugarða með sérstöku tilliti til þessara mála. „Þetta frumvarp hefur verið að velkjast um í kerfinu í sjö ár og vandræðin eru þau að það er ekki til fjármagn til að reka þennan nauðsynlega þjónustuþátt hér á landi. Þetta er með algjörum ólíkindum,“ segir Þórsteinn að lokum. Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Fleiri fréttir Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Sjá meira
Fjöldi bálfara á Íslandi hefur tvöfaldast undanfarinn áratug og nú lætur um fjórðungur landsmanna brenna sig. Það stefnir í skort á landrými fyrir kistugrafreiti og forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma segir einnig vanta fjármagn til reksturs á líkhúsi. Hlutfall bálfara af heildartölu látinna hefur aukist mikið frá árinu 1969 en þróunin hefur verið sérstaklega hröð frá aldamótum. Nú láta um 500 manns brenna sig á ári hverju, en um 2000 manns látast hér árlega. Á landsvísu lætur því um fjórðungur brenna sig en á höfuðborgarsvæðinu er hlutfallið enn hærra, eða 39%. Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma, segir bálfarir hagkvæmari en að grafa kistur, meðal annars vegna landnýtingar. Duftker taki sexfalt minna pláss og þegar um duftgarða sé að ræða, sé mögulegt að hafa kirkjugarða inni í borgum. Hann segir skort á landrými fyrir kistugrafreiti stefna í að verða vandamál. „Gufuneskirkjugarður verður fullsettur í kringum 2020 og þá þurfum við að vera komin vel af stað með nýjan garð,“ segir Þórsteinn. Líkbrennsluofnarnir í Fossvogi eru þeir einu á landinu. Víðast hvar er notast við gas til að hita upp slíka ofna en hér er notast við rafmagn svo íslensku ofnarnir eru umhverfisvænir. Kostnaður er ástæðan fyrir því að aðeins eru brennsluofnar á einum stað á landinu, enda kostar um eða yfir hálfan milljarð að koma upp bálstofu. Hér er þetta ekki vandamál og ofnarnir í Fossvogi sinna öllu landinu. Kostnaður við rekstur líkhússins er hins vegar vandamál og segir Þórsteinn skorta löggjöf um hverjir eigi að annast slíka þjónustu. Líkhúsið sé barn síns tíma og standist ekki nútímakröfur. Árið 2006 skipaði þáverandi dóms- og kirkjumálaráðherra nefnd til að koma fram með breytingu á lögum um kirkjugarða með sérstöku tilliti til þessara mála. „Þetta frumvarp hefur verið að velkjast um í kerfinu í sjö ár og vandræðin eru þau að það er ekki til fjármagn til að reka þennan nauðsynlega þjónustuþátt hér á landi. Þetta er með algjörum ólíkindum,“ segir Þórsteinn að lokum.
Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Fleiri fréttir Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Sjá meira