Ósáttur við aðalskipulag borgarinnar 31. maí 2013 19:05 Nýtt aðalskipulag Reykjavíkurborgar verður auglýst í næstu viku. Einhugur hefur verið sagður um málið í borgarstjórn, enda hafa allir flokkar komið að skipulagsvinnunni. Júlíus Vífill Ingvarsson oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn segir að sátt sé um aðferðarfræðina og nálgunina, niðurstaðan sé hinsvegar meirihlutans og hann sé ekki sáttur við hana þó mörg flokksystkina hans séu það. Hann segir enga ósátt í flokknum vegna þessa, menn geti haft ýmsar skoðanir á málinu þó að leiðir skilji ekki. Hann ætli ekki að styðja nýja aðalskipulag þegar kosið verður um það í borgarstjórn. Júlíus Vífill er ósáttur við stefnu meirihlutans um 80% þéttingu byggða sem hann segir mjög einsleita og miðborgarmiðaða, fjölbreytileikinn sé ekki hafður að leiðarljósi. Landið í miðborginni sé dýrt og óumflýjanlegt að þar verði byggðar dýrar íbúðir. „Við þurfum ekki að byggja íbúðir fyrir vel stætt miðaldra fólk í Reykjavík. Við þurfum að byggja íbúðir og byggja hverfi fyrir ungar fjölskyldur." Júlíus Vífill segir aðalskipulagið talsvert gildishlaðið þegar komið að úthverfum borgarinnar og þar sé talað um gengdarlausa útþennslustefnu. „Mér finnst þetta einhæft og mér finnst þetta þröngsýnt. Mér finnst lítill skilningur á því að fólk hefur fjölbreytilegar óskir og fjölbreytilegar þarfir og fjölskyldur eru ólíkar." Hann segir það áhyggjuefni að ungar fjölskyldur kjósi frekar að búa í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur, það sýni sig meðal annars í að fæðingum fjölgi hægar í Reykjavík en þar og grunnskólanemendum fari fækkandi í Reykjavík en fjölgi í nágrannasveitarfélögum. „Þétting byggðar er ekki aðeins þétting byggðar innan þessa lokaða 101 ramma heldur hlýtur þétting byggðar líka að vera það að nýta þá þjónustu og uppbyggingu sem er í öðrum hverfum borgarinnar líka því þetta snýst fyrst og fremst um að nýta þær fjárfestingar sem þegar hafa verið gerðar í þessum hverfum," segir Júlíus Vífill. Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Fleiri fréttir Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Sjá meira
Nýtt aðalskipulag Reykjavíkurborgar verður auglýst í næstu viku. Einhugur hefur verið sagður um málið í borgarstjórn, enda hafa allir flokkar komið að skipulagsvinnunni. Júlíus Vífill Ingvarsson oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn segir að sátt sé um aðferðarfræðina og nálgunina, niðurstaðan sé hinsvegar meirihlutans og hann sé ekki sáttur við hana þó mörg flokksystkina hans séu það. Hann segir enga ósátt í flokknum vegna þessa, menn geti haft ýmsar skoðanir á málinu þó að leiðir skilji ekki. Hann ætli ekki að styðja nýja aðalskipulag þegar kosið verður um það í borgarstjórn. Júlíus Vífill er ósáttur við stefnu meirihlutans um 80% þéttingu byggða sem hann segir mjög einsleita og miðborgarmiðaða, fjölbreytileikinn sé ekki hafður að leiðarljósi. Landið í miðborginni sé dýrt og óumflýjanlegt að þar verði byggðar dýrar íbúðir. „Við þurfum ekki að byggja íbúðir fyrir vel stætt miðaldra fólk í Reykjavík. Við þurfum að byggja íbúðir og byggja hverfi fyrir ungar fjölskyldur." Júlíus Vífill segir aðalskipulagið talsvert gildishlaðið þegar komið að úthverfum borgarinnar og þar sé talað um gengdarlausa útþennslustefnu. „Mér finnst þetta einhæft og mér finnst þetta þröngsýnt. Mér finnst lítill skilningur á því að fólk hefur fjölbreytilegar óskir og fjölbreytilegar þarfir og fjölskyldur eru ólíkar." Hann segir það áhyggjuefni að ungar fjölskyldur kjósi frekar að búa í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur, það sýni sig meðal annars í að fæðingum fjölgi hægar í Reykjavík en þar og grunnskólanemendum fari fækkandi í Reykjavík en fjölgi í nágrannasveitarfélögum. „Þétting byggðar er ekki aðeins þétting byggðar innan þessa lokaða 101 ramma heldur hlýtur þétting byggðar líka að vera það að nýta þá þjónustu og uppbyggingu sem er í öðrum hverfum borgarinnar líka því þetta snýst fyrst og fremst um að nýta þær fjárfestingar sem þegar hafa verið gerðar í þessum hverfum," segir Júlíus Vífill.
Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Fleiri fréttir Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Sjá meira