Líkamshlutar endurnýttir og seldir úr landi Hrund Þórsdóttir skrifar 31. maí 2013 18:45 Gerviliðir sem sitja eftir við líkbrennslu eru pússaðir upp og sendir til efnaminni landa. Þannig öðlast íslenskir líkamshlutar framhaldslíf í framandi löndum. Nú í vor voru gerviliðir úr íslensku fólki sem hefur verið brennt, í fyrsta skipti sendir utan til endurnýtingar, en þeim hefur verið safnað hér í um fimmtán ár. Þegar líkbrennsla á sér stað sitja þessir hlutir eftir en þeir eru úr hertu stáli og koma til dæmis úr mjöðmum, hnjám, öxlum og hryggjum. Gerviliðirnir eru fluttir til Hollands og þar eru þeir pússaðir og síðan seldir áfram. Fyrir gerviliðina fást litlar upphæðir, en Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma, segir þær renna í sjóði kirkjugarðanna. „Þetta eru smápeningar sem við fáum í sjálfu sér. Þetta er fyrir flutningskostnaði og þvíumlíku en ég veit að þetta kemur sér mjög vel í hinum svokallaða þriðja heimi,“ segir Þórsteinn. Fyrir líkbrennslu eru gangráðar og bjargráðar fjarlægðir úr líkum til að koma í veg fyrir sprengingar í líkbrennsluofnunum en þá hluti er þó ekki hægt að endurnýta. Þórsteinn segir persónuverndarsjónarmið ekki eiga við um áframseldu íhlutina. En vita aðstandendur almennt af þessu? „Ég skal ekki segja um það, hvort það er, en ég er alveg viss um að ef þeir vissu af því væru þeir mjög ánægðir með það,“ segir Þórsteinn. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Gerviliðir sem sitja eftir við líkbrennslu eru pússaðir upp og sendir til efnaminni landa. Þannig öðlast íslenskir líkamshlutar framhaldslíf í framandi löndum. Nú í vor voru gerviliðir úr íslensku fólki sem hefur verið brennt, í fyrsta skipti sendir utan til endurnýtingar, en þeim hefur verið safnað hér í um fimmtán ár. Þegar líkbrennsla á sér stað sitja þessir hlutir eftir en þeir eru úr hertu stáli og koma til dæmis úr mjöðmum, hnjám, öxlum og hryggjum. Gerviliðirnir eru fluttir til Hollands og þar eru þeir pússaðir og síðan seldir áfram. Fyrir gerviliðina fást litlar upphæðir, en Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma, segir þær renna í sjóði kirkjugarðanna. „Þetta eru smápeningar sem við fáum í sjálfu sér. Þetta er fyrir flutningskostnaði og þvíumlíku en ég veit að þetta kemur sér mjög vel í hinum svokallaða þriðja heimi,“ segir Þórsteinn. Fyrir líkbrennslu eru gangráðar og bjargráðar fjarlægðir úr líkum til að koma í veg fyrir sprengingar í líkbrennsluofnunum en þá hluti er þó ekki hægt að endurnýta. Þórsteinn segir persónuverndarsjónarmið ekki eiga við um áframseldu íhlutina. En vita aðstandendur almennt af þessu? „Ég skal ekki segja um það, hvort það er, en ég er alveg viss um að ef þeir vissu af því væru þeir mjög ánægðir með það,“ segir Þórsteinn.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira