Fleiri fréttir

Frekari áhersla á vatnsaflsvirkjanir

Iðnaðarráðherra segir reynsluna af Hellisheiðarvirkjun sýna að leggja þurfi frekari áherslu á vatnsaflsvirkjanir og endurskoðun rammaáætlunar. Forstjóri Orkuveitunnar segir hægt að bæta upp orkuskortinn með því að leiða lögn úr Hverahlíð en ekkert yrði þá úr fyrirhugaðri virkjun þar. Borgarfulltrúi og stjórnarmaður Orkuveitunnar segir frekari ágang á náttúruna enga lausn.

Áfram í gæsluvarðhaldi

Tveir karlar, 19 og 20 ára, voru í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 8. júlí að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en það var gert á grundvelli almannahagsmuna.

Miklar skemmdir á vegum eftir veturinn

Víða um landið eru miklar skemmdir á malbiki og slitlagi vega eftir snjómikinn og kaldan vetur. Holur og misfellur með skörpum brúnum leynast víða og geta reynst varhugaverðar. Slíkt getur valdið alvarlegum skemmdum á bílum og mikilli slysahættu sé ekið hratt.

136 banaslys í ferðamennsku á áratug

Alls létust 136 Íslendingar og útlendingar á ferðum sínum um landið á síðasta árunum frá 2000 til 2010. Gera þarf meiri öryggiskröfur, segir verkefnisstjóri hjá Landsbjörgu. Margt hægt að gera til að draga úr líkum á slysum en fáir horfa á þá þætti.

Íslensk hross fljúga til Filippseyja

Þrjú íslensk hross lögðu af stað til Filippseyja með flugi nótt. Svínabóndinn Chito Aniban frá lét gamlan draum um að eignast íslenskt hross rætast og festi kaup á stóðhesti, hryssu og veturgömlu trippi.

Ofurhugi í háska: "Það vissi enginn hvort hún væri lífs eða liðin"

"Hún stökk fram af hótelinu en hefur sennilega ekki stokkið nógu langt og lenti þess vegna utan í byggingunni," segir Sóldís Elfa Loftsdóttir sem varð vitni að því þegar fallhlífarstökkvari lenti í miklum háska þegar hann stökk fram af Hótel Bali á Benidorm á föstudaginn var.

Fulltrúar VG hafa áhyggjur af Hellisheiðarvirkjun

Fulltrúar VG í umhverfis- og samgöngunefnd annars vegar og atvinnuveganefnd hinsvegar hafa óskað eftir sameiginlegum fundi nefndanna vegna frétta Fréttablaðsins af vandræðum Hellisheiðavirkjunar.

Hellisheiðarvirkjun langt undir væntingum og getu

Vinnslusvæði Hellisheiðarvirkjunar stendur ekki undir fullum rekstri hennar. Orkuveitan vill leiða gufu frá Hverahlíð til að tryggja full afköst og tekjur. Uppbygging var of hröð. 30 megavött hafa tapast frá áramótum.

Brýnt að rannsaka skipulagsmálin

Guðrún Jónsdóttir arkitekt er 78 ára gömul og á að baki glæstan feril. Hún er ein þeirra sem áttu hvað mestan þátt í að skipuleggja Seljahverfið í Breiðholti og notaði til þess margar nýstárlegar aðferðir. Hún segir sárvanta rannsóknir á sviðum skipulagsm

Breiðholtið mun breytast á næstu tíu árum og fasteignaverð hækka

"Ég hef spáð því í nokkurn tíma að Breiðholtið muni breytast mikið á næstu tíu árum. Ég hugsa að hingað muni flytjast fólk sem blöskrar íbúðaverð vestar og langar að gera eitthvað sniðugt,“ segir Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi og Breiðhyltingur.

Fækka malarköflunum til Patreksfjarðar um helming

Stærsta verk sem Vegagerðin hefur ráðist í eftir hrun, þverun tveggja fjarða á Vestfjörðum, er komið í fullan gang. Þegar verkinu lýkur fækkar síðustu malarköflunum milli Patreksfjarðar og Reykjavíkur um helming.

Engin alvarleg pnumókokkasýking eftir bólusetningu

Í fyrra greindist ekkert barn hér á landi með alvarlega sýkingu af völdum pnumókokka, ári eftir að bólusetning gegn bakteríunni var tekin upp en hún veldur meðal annars heilahimnubólgu og blóðsýkingum. Yfirlæknir segir þetta ánægjuefni.

Óli Geir og félagar biðjast afsökunar

Forsvarsmenn Keflavík Music Festival, þeir Óli Geir Jónsson og Pálmi Þór Erlingsson biðjast afsökunar á því sem fór úrskeiðis á hátíðinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá þeim félögum þar sem þeir þakka einnig góðar viðtökur gesta á hátíðinni.

Fyrsta skiptið sem tvær konur sinna sjúkraflutningum

Tvær konur sem aka nú saman sjúkrabíl hafa vakið nokkra athygli enda er þetta í fyrsta sinn í sögu Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins sem að tvær konur sinna sjúkraflutningum. Þær segja ekki alla reikna með að konur sinni starfinu og fá stundum að heyra að strákarnir séu mættir þegar þær koma á svæðið.

Árni Finnsson: Skilaboðin að þeim sé skítsama

"Samkvæmt því sem hann segir á að berstrípa ráðuneytið og steingelda það,“ segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, um ummæli Sigurðar Inga Jóhannssonar, umhverfisráðherra.

Segir niðurstöðu Landsdóms hafa verið pólitíska

Pieter Omtzigt, hollenskur nefndarmaður í laga- og mannréttindanefnd Evrópuráðsþingsins um hvenær réttlættlætanlegt sé að láta stjórnmálamenn sæta refsiábyrgð, hefur skilað inna drögum um skoðun nefndarinnar á málatilbúnaði gegn Geir H. Haarde fyrir landsdómi og Júlíu Tímósjenkó í Úkraínu.

Kandídatar upplifa sig sem vinnudýr

Læknakandídatar sendu frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem kemur fram að framkoma og skortur á samstarfsvilja Landspítala hafi haft þær afleiðingar að þorri kandídata er farinn að íhuga að ljúka kandídatsári sínu annars staðar en á spítalanum.

Loforð Framsóknarflokksins skapar óvissu á fasteignamarkaði

Dæmi eru um að íbúðareigendur haldi að sér höndum á fasteignamarkaði vegna loforða ríkisstjórnarinnar í lánamálum. Fólk óttast að fá engar afskriftir af verðtryggðum lánum ef það selur íbúð sína áður en fyrirhugaðar aðgerðir í skuldamálum taka gildi.

Skoðar hvort umhverfisráðuneytið sé óþarft

Nýr umhverfisráðherra segir mikilvægt að umhverfismálin séu ekki andstæða atvinnumálanna. Hann skoðar hvort að umhverfisráðuneytið sé óþarft og hægt sé að færa málaflokkinn inn í önnur ráðuneyti.

Unglæknar ósáttir

Læknakandítatar sendu í gærkvöldi frá sér yfirlýsingu þar sem þeir óska eftir úrbótum. Í úrbótum þessum felst að kjarasamningar kandídata verði virtir, að þeir fái launaða aðlögun í starfi, að námstækifæri verði tryggð og að komið verði til móts við þá með þóknun fyrir fasta yfirvinnu og álag á undirmönnuðum spítala.

Ölvaður ökumaður ók út í grýtt hraun

Lögreglunni í Hafnarfirði var tilkynnt um að bíl hefði verið ekið út í grýtta gjótu í Ásahverfinu klukkan tvö í nótt. Þegar lögreglan kom á vettvang var ökumaðurinn á bak og burt.

Vatnajökull undir nánara eftirliti en áður

Hægt verður að vakta eldstöðvar undir Vatnajökli betur en áður eftir að tveimur nýjum jarðskjálftamælum var komið þar fyrir í vikunni. Nýtt lón sem myndaðist eftir Grímsvatnagosið fyrir tveimur árum vakti athygli leiðangursmanna á jöklinum.

Endurskoðar ákvörðun um stækkun bannsvæði hvalveiða

Nýr sjávarútvegsráðherra telur að ákvörðun Steingríms J. Sigfússonar um að stækka bannsvæði hvalveiða á Faxaflóa hafi verið pólitísk ákvörðun sem ekki hafi verið byggð á vísindalegum rökum. Hann endurskoðar nú ákvörðunina og segir koma til greina að draga hana til baka.

Hljóp með pabba

Kvennahlaup ÍSÍ fór fram um land allt í dag og var mikill hlaupahugur í konum. Lítill hlaupari var á því að það sé skemmtilegt að taka þátt þó að svolítið stress fylgi hlaupinu.

Stórleikstjóri styður Náttúruverndarsamtök Íslands

Ástæðan fyrir því að leikstjórinn ákvað að styðja við bakið á samtökunum er sú að hann vildi meðal annars vega upp á móti náttúruraski sem urður við upptökur á stórmyndinni Noah hér á landi síðasta sumar.

Lögreglan ánægð með Keflavík Music Festival

Gestir til fyrirmyndar á Keflavík Music Festival Tónlistarhátíðin Keflavík Music Festival hefur farið vel fram frá því hún hófst síðastliðinn fimmtudag samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.

Engin kona í efnahags- og viðskiptanefnd þingsins.

Forsætisráðherra segir að ef að menn vilji sjá jafnara hlutfall kynja í nefndum þá þurfi að breyta fyrirkomulaginu á því hvernig kosið er í nefndir. Engin kona situr í efnahags- og viðskiptanefnd þingsins.

Sex teknir úr umferð

Sex ökumenn voru teknir úr umferð í nótt vegna ölvunar og fíkniefnaaksturs. Þrír af ökumönnunum höfðu bæði notað fíkniefni og áfengi samkvæmt upplýsingum lögreglu.

Sjá næstu 50 fréttir