Innlent

Íslensk hross fljúga til Filippseyja

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Þrír íslenskir hestar lögðu af stað í ferðalag til Filippseyja í nótt. Er þetta í fyrsta sinn sem flogið er með íslenska hesta þangað.
Þrír íslenskir hestar lögðu af stað í ferðalag til Filippseyja í nótt. Er þetta í fyrsta sinn sem flogið er með íslenska hesta þangað. MYND/HESTAFRÉTTIR

Þrjú íslensk hross lögðu af stað til Filippseyja með flugi nótt. Svínabóndinn Chito Aniban frá lét gamlan draum um að eignast íslenskt hross rætast og festi kaup á stóðhesti, hryssu og veturgömlu trippi.

Þetta er í fyrsta sinn sem flogið er með íslenska hesta til Filippseyja, en Chito hafði heillast af íslenska hestinum eftir að hann sá myndbönd af þeim á vefsíðunni hestafrettir.is í janúar. Í kjölfarið hafði hann samband við Fjölni Þorgeirsson og sagðist hafa áhuga á að kaupa af honum hross.

„Fyrst hélt ég að þetta væri bara eitthvað grín, að Pétur Jóhann væri að gera símaat í mér, en eftir að ég fékk manninn til að senda mér email og upplýsingar kom í ljós að þetta var í fullri alvöru. Hann hafði augastað á einni meri sem hann hafði séð á Hestafréttum, en hún var þá seld. Svo ég kom honum bara í samband við aðra og úr var að hann keypti þessi þrjú hross,“ segir Fjölnir.

Hestarnir eiga langt ferðalag fyrir höndum en þeir fljúga fyrst til Þýskalands og þaðan til Filippseyja. Sérstakur aðili hefur umsjón með hestunum á ferðalaginu. Fjölnir reiknar með að þeir komist á áfangastað í lok vikunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×