Innlent

Nýrri plötu Sigur Rósar lekið á netið

Sigur Rós áður en Kjartan Sveinsson hætti í sveitinni.
Sigur Rós áður en Kjartan Sveinsson hætti í sveitinni.

Nýrri plötu Sigur Rósar, Kveikur, hefur á ólögmætan hátt verið hlaðið upp á veraldarvefinn. Til stóð að platan yrði fyrst aðgengileg þann 17. júní næstkomandi þegar hún verður gefin út með hefðbundnum hætti, en útgefandi hennar er XL Records.

Platan er sjöunda platan í fullri lengd frá hljómsveitinni og er sú fyrsta eftir að hljómborðsleikarinn Kjartan Sveinsson yfirgaf sveitina í fyrra.

Hljómsveitin hefur sagt plötuna „aggressívari" en þær sem á undan hafa komið.

Orri Páll Dýrason segist aðspurður ekki hafa kannast við að plötunni hefði verið lekið á netið. „Nei við vissum ekki af þessu,“ segir Orri. „Þetta hefur alltaf gerst, það er voða lítið í þessu að gera. Þetta er samt frekar seint miðað við venjulega. Þetta er frekar leiðinlegt en það er voða lítið við þessu að gera."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×