Fyrsta skiptið sem tvær konur sinna sjúkraflutningum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 9. júní 2013 17:10 Tvær konur sem aka nú saman sjúkrabíl hafa vakið nokkra athygli enda er þetta í fyrsta sinn í sögu Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins sem að tvær konur sinna sjúkraflutningum. Þær segja ekki alla reikna með að konur sinni starfinu og fá stundum að heyra að strákarnir séu mættir þegar þær koma á svæðið. Fáar konur hafa starfað sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn í gengum tíðina. Aðeins ein kona er fastráðin hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í dag. Það er Birna Björnsdóttir sem hefur starfað þar síðan árið 2008. Hún er þriðja konan sem er í fullu starfi hjá slökkviliðinu. Í vor tók svo Kristín Eva Sveinsdóttir til starfa sem sjúkraflutningamaður í afleysingum í sumar. Þær tvær aka nú saman sjúkrabíl og eru þær fyrstu tvær konurnar í sögu Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins til að gera það. Kristín Eva segir að fyrst þegar þær hafi sinnt saman sjúkraflutningum hafi fólk veitt því athygli að tvær konur sinntu starfinu. „Það reikna ekkert allir með því að það sé kona í þessu starfi. Þannig að það er svona einstaka sinnum sem að maður fær svona smá, „bíddu já“. Eins og þegar við komum inn á spítalann og svona þá er oft sagt, strákarnir eru komnir,“ segir Birna. Þeir sem eru fastráðnir hjá slökkviliðinu starfa bæði sem sjúkraflutningamenn og slökkviliðsmenn líkt og Birna gerir. Hún segir því mikilvægt að vera í góðu formi til að geta tekist á við öll þau verkefni sem þarf að sinna. Hún segir konur ekki hafa verið nógu duglegar að sækja um og því ánægjuefni að þeim fjölgi í sumar. „Ég hvet bara allar konur sem hafa áhuga að koma sér í form og sækja um. Maður þarf að vera vel á sig kominn til að ná inntökuprófinu, en það er ekkert óyfirstíganlegt,“ segir Birna. Hún og Kristín Eva eru sammála um að gaman væri að sjá fleiri konur í slökkviliðinu. Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Sjá meira
Tvær konur sem aka nú saman sjúkrabíl hafa vakið nokkra athygli enda er þetta í fyrsta sinn í sögu Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins sem að tvær konur sinna sjúkraflutningum. Þær segja ekki alla reikna með að konur sinni starfinu og fá stundum að heyra að strákarnir séu mættir þegar þær koma á svæðið. Fáar konur hafa starfað sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn í gengum tíðina. Aðeins ein kona er fastráðin hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í dag. Það er Birna Björnsdóttir sem hefur starfað þar síðan árið 2008. Hún er þriðja konan sem er í fullu starfi hjá slökkviliðinu. Í vor tók svo Kristín Eva Sveinsdóttir til starfa sem sjúkraflutningamaður í afleysingum í sumar. Þær tvær aka nú saman sjúkrabíl og eru þær fyrstu tvær konurnar í sögu Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins til að gera það. Kristín Eva segir að fyrst þegar þær hafi sinnt saman sjúkraflutningum hafi fólk veitt því athygli að tvær konur sinntu starfinu. „Það reikna ekkert allir með því að það sé kona í þessu starfi. Þannig að það er svona einstaka sinnum sem að maður fær svona smá, „bíddu já“. Eins og þegar við komum inn á spítalann og svona þá er oft sagt, strákarnir eru komnir,“ segir Birna. Þeir sem eru fastráðnir hjá slökkviliðinu starfa bæði sem sjúkraflutningamenn og slökkviliðsmenn líkt og Birna gerir. Hún segir því mikilvægt að vera í góðu formi til að geta tekist á við öll þau verkefni sem þarf að sinna. Hún segir konur ekki hafa verið nógu duglegar að sækja um og því ánægjuefni að þeim fjölgi í sumar. „Ég hvet bara allar konur sem hafa áhuga að koma sér í form og sækja um. Maður þarf að vera vel á sig kominn til að ná inntökuprófinu, en það er ekkert óyfirstíganlegt,“ segir Birna. Hún og Kristín Eva eru sammála um að gaman væri að sjá fleiri konur í slökkviliðinu.
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Sjá meira