Innlent

Sagði landann hafa átt að vera í bollu

Mynd úr safni
Mynd úr safni

Lögreglan á Suðurnesjum handtók um helgina karlmann á sextugsaldri vegna gruns um að hann stundaði landasölu.

Við leit á heimili mannsins fundu lögreglumenn níu lítra af landa.  Hann viðurkenndi að eiga landann og kvaðst hafa ætlað hann í bollu.

Hann var færður á lögreglustöð, þar sem hann undirgekkst skýrslutöku og var sleppt að því loknu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×