Innlent

Grímuklæddur með hafnaboltakylfu

Lögreglan greip vígalegan þjóf glóðvolgan í Smiðjuhverfi í nótt.
Lögreglan greip vígalegan þjóf glóðvolgan í Smiðjuhverfi í nótt.

Grímuklæddur karlmaður á fertugsaldri var handtekinn í Smiðjuhverfinu í Kópavogi.

Maðurinn hafði skrúfað varadekk undan pallbíl og var að koma dekkinu fyrir í bifreið  sem hann hafði komið á, þegar lögreglu bar að. Að sögn lögreglu var maðurinn, sem nú gistir fangageymslu, með hafnaboltakylfu í fórum sínum þegar hann var handtekinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×