Innlent

Gistináttaskattur verður ekki hækkaður

Höskuldur Kári Schram skrifar

Gistnáttaskattur á hótel og gistirými verður ekki hækkaður eins og til stóð samkvæmt frumvarpi sem ríkisstjórnin hefur lagt fram á Alþingi.

Fyrstu frumvörpum nýrrar ríkisstjórnar var dreift á Alþingi í dag.Um er að ræða fjögur frumvörp.

Í frumvarpi um gistináttaskatt er lagt að fallið verði frá fyrirhugaðri hækkun úr sjö prósentum í fjórtán. Skatturinn átti að taka gildi næsta haust. Ferðaþjónustuaðilar gagnrýndu þessa hækkun harðlega.

Þá leggur ríkisstjórnin fram frumvarp sem felur í sér að dómsál sem snúa að gengislánum fái forgang innan dómskerfisins.

Í þessu felst að dómarar sjái til þess að allir frestir í málum séu eins stuttir og mögulegt er og að dómur sé alltaf kveðinn upp hið fyrsta. Á þetta bæði við um mál sem rekin eru fyrir héraðsdómi og Hæstarétti.

Tvö frumvörp lúta að breytingum á stjórn fiskveiða.

Meðal annars er lagt til að bráðarbirgðarákvæði um frest eigenda fiskiskipa til að ráðstafa krókaaflahlutdeild verði framlengt um eitt ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×