Innlent

Eiríkur ráðgjafi brasilísku ríkisstjórnarinnar um framþróun lýðræðis

Meðfylgjandi mynd er af Eiríki Bergmann og Tarso Genre, ríkisstjóri í Rio Grande do Sul. Þeir Eiríkur voru í  klukkutíma rökræðum sem sýnt var beint frá á nokkrum sjónvarpsstöðum í Brasilíu.
Meðfylgjandi mynd er af Eiríki Bergmann og Tarso Genre, ríkisstjóri í Rio Grande do Sul. Þeir Eiríkur voru í klukkutíma rökræðum sem sýnt var beint frá á nokkrum sjónvarpsstöðum í Brasilíu.

Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor við Háskólann á Bifröst hefur verið fenginn til ráðgjafar í forsætisráðuneyti Brasilíu um framþróun lýðræðis, en ástæðan var sú að í síðustu viku kom hann fram á ráðstefnu í landinu þar sem fjallað var um framþróun lýðræðis.

Ráðstefnan, sem heitir Global Connections, Democracy 2.0, fór fram í borginni Porto Alegre.

Ríkisstjórn Brasilíu og skrifstofa forseta landsins, sem er Dilma Rousseff, hafði umsjón með sérstakri málstofu á ráðstefnunni þar sem reynsla annarra landa af mótun lýðræðis var til umræðu.

Borgin Porto Alegre hefur að geyma eina merkilegustu tilraunina í þátttökulýðræði í heiminum, en stór hluti af fjárhagsáætluninni er samin af slembivöldum borgarafundi.

Auk þess sem Eiríkur hélt erindi um stjórnlagaráðið þar í landi, kom hann fram ásamt Tarso Genre, ríkisstjóra í Rio Grande do Sul,  í  klukkutíma rökræðum sem sýnt var beint frá á nokkrum sjónvarpsstöðum í Brasilíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×