Engin alvarleg pnumókokkasýking eftir bólusetningu LVP skrifar 9. júní 2013 18:30 Í fyrra greindist ekkert barn hér á landi með alvarlega sýkingu af völdum pnumókokka, ári eftir að bólusetning gegn bakteríunni var tekin upp en hún veldur meðal annars heilahimnubólgu og blóðsýkingum. Yfirlæknir segir þetta ánægjuefni. Í apríl 2011 var byrjað að bólusetja öll börn hér á landi gegn pneumókokkum. Það eru bakteríur sem geta valdið alvarlegum sjúkdómum, sérstaklega hjá ungum börnum. Börn eru bólsett þrisvar á fyrsta aldursárinu gegn pnumókokkum en algengustu sýkingarnar sem að bakterían veldur eru þrálátar miðeyrnabólgur, kinnholusýkingar og lungabólgur. Áður en að almenn bólusetning gegn bakteríunni hófst greindust árlega hér á landi 11 börn með alvarlegar sýkingar af völdum hennar, það er annað hvort heilahimnubólgu eða blóðsýkingu. Nú tveimur árum síðar hefur breyting orðið þar á. „Það eru ekki alveg komnar niðurstöður um það hver árangurinn er í raun og veru en það er þó ánægjulegt að segja frá því að ekkert barn greindist í fyrra með alvarlega sýkingu af völdum pneumókokka,“ segir Þórólfur Guðnason yfirlæknir á sóttvarnasviði Landlæknisembættisins. Hann segir það vera í fyrsta sinn svo hann reki minni til. Þórólfur segir ekki hægt að svara því að svo stöddu hvort það takist að draga úr sýklalyfjanotkun með bólusetningunni. Vonast er til að með bólusetningunni takist að draga hana saman um fjórðung hjá börnum undir fimm ára. Flestir foreldrar hafa nýtt sér bólusetninguna eftir að hún var tekin upp. Þannig voru ríflega 90% þeirra barna sem fæddust árið 2011 bólusett gegn pneumókkum. „Við gefum þetta samhliða annarri bólusetningu þannig að yfirleitt eru tvær sprautur bara gefnar samtímis og ég man ekki eftir neinum sem hefur hafnað henni,“ segir Sigrún Kristín Barkardóttir yfirhjúkrunarfræðingur á Heilsugæslunni í Glæsibæ. Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira
Í fyrra greindist ekkert barn hér á landi með alvarlega sýkingu af völdum pnumókokka, ári eftir að bólusetning gegn bakteríunni var tekin upp en hún veldur meðal annars heilahimnubólgu og blóðsýkingum. Yfirlæknir segir þetta ánægjuefni. Í apríl 2011 var byrjað að bólusetja öll börn hér á landi gegn pneumókokkum. Það eru bakteríur sem geta valdið alvarlegum sjúkdómum, sérstaklega hjá ungum börnum. Börn eru bólsett þrisvar á fyrsta aldursárinu gegn pnumókokkum en algengustu sýkingarnar sem að bakterían veldur eru þrálátar miðeyrnabólgur, kinnholusýkingar og lungabólgur. Áður en að almenn bólusetning gegn bakteríunni hófst greindust árlega hér á landi 11 börn með alvarlegar sýkingar af völdum hennar, það er annað hvort heilahimnubólgu eða blóðsýkingu. Nú tveimur árum síðar hefur breyting orðið þar á. „Það eru ekki alveg komnar niðurstöður um það hver árangurinn er í raun og veru en það er þó ánægjulegt að segja frá því að ekkert barn greindist í fyrra með alvarlega sýkingu af völdum pneumókokka,“ segir Þórólfur Guðnason yfirlæknir á sóttvarnasviði Landlæknisembættisins. Hann segir það vera í fyrsta sinn svo hann reki minni til. Þórólfur segir ekki hægt að svara því að svo stöddu hvort það takist að draga úr sýklalyfjanotkun með bólusetningunni. Vonast er til að með bólusetningunni takist að draga hana saman um fjórðung hjá börnum undir fimm ára. Flestir foreldrar hafa nýtt sér bólusetninguna eftir að hún var tekin upp. Þannig voru ríflega 90% þeirra barna sem fæddust árið 2011 bólusett gegn pneumókkum. „Við gefum þetta samhliða annarri bólusetningu þannig að yfirleitt eru tvær sprautur bara gefnar samtímis og ég man ekki eftir neinum sem hefur hafnað henni,“ segir Sigrún Kristín Barkardóttir yfirhjúkrunarfræðingur á Heilsugæslunni í Glæsibæ.
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira