Fleiri fréttir

Sala á netinu rúmlega tvöfaldast

Lítið hefur dregið úr plötu- og geisladiskaútgáfu hér á landi þrátt fyrir að Íslendingar kjósi í vaxandi mæli að kaupa tónlist á Netinu.

Matthías mættur til að skapa 150 störf á Bíldudal

Laxeldi stefnir í að valda byltingu á Vestfjörðum á næstu árum og skapa mörghundruð störf. Matthías Garðarsson, fiskeldisfrömuður í Noregi, kom til landsins fyrir helgi til að byggja upp 150 manna fyrirtæki á Bíldudal.

Fjármálaráðherra blæs á gagnrýnina

Þingmenn stjórnarandstöðunnar fréttu fyrst af þingsetningu þegar að matseðill Alþingis var sendur út. Formaður Samfylkingarinnar gagnrýnir vinnubrögðin og vonar að þau séu ekki fyrirboði um það sem koma skal.

"Mér var alveg sama um mín afdrif"

"Ef ég vinn - fangelsi - ef ég reyni að fara - fangelsi!" svona lýsir Ragnar Erling Hermannsson aðstæðum sínum en hann hefur verið fastur í Brasilíu frá því hann losnaði úr fangelsi þar í landi árið 2009. Ragnar, sem sat inni fyrir fíkniefnasmygl, hefur biðlað til vina og ættingja um stuðning þar sem hann á erfitt með að ná endum saman.

Þurfti að flýja heimili sitt vegna flóða

"Þar sem ég er núna er óttalega rólegt,“ segir kvikmyndaneminn Gunnar Anton Guðmundsson, en hann þurfti að flýja heimili sitt vegna mikilla flóða í Prag.

Símar og önnur verðmæti eyðilögðust í rútunni

"Þetta var bara ótrúlega krípí og ógnvænlegt. Við vorum að deyja úr hræðslu,“ segir Snædís Sunna Thorlacius, nemandi í Garðaskóla. Hún var í rútu sem var fyrir aftan rútuna sem festist í Krossá fyrr í dag og sá greinilega hvað fram fór. "Krakkarnir sem voru í rútunni sem festist voru bara skjálfandi á beinunum, þau voru bara bókstaflega á hlið í vatninu.“

Skelfing greip um sig meðal skólabarna sem festust í Krossá

Um 100 nemendur úr 10. Bekk í Garðaskóla í Garðabæ lögðu af stað í skólaferðalag til Þórsmerkur í morgun ásamt kennurum. Ein af rútunum komst þó heldur betur í hann krappan þegar hún festist í Krossá á leiðinni. Betur fór en á horfðist, en starfsmenn brugðust hratt við og var rútan fljótlega dregin upp úr ánni með traktor.

Flugvirkjafélag Íslands fer með samningsaðild

Félagsdómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Flugvirkjafélag Íslands fari með samningsaðild fyrir flugvirkja sem starfa hjá Flugmálastjórn við gerð kjarasamnings við fjármálaráðuneytið. Þetta er niðurstaða dóms sem kveðinn var upp sl. fimmtudag.

Heitavatnslaust vegna bilunar í Fnjóskadal

Vegna viðgerðar á bilun í stofnlögn í Fnjóskadal verða viðskiptavinir Reykjaveitu norðan Illugastaða, Grýtubakkahreppi og Grenivík, heita vatnslausir frá því kl. 8.30 þriðjudaginn 4. júní og fram eftir degi samkvæmt tilkynningu frá Norðurorku.

Ingvar Pétur aðstoðar Ragnheiði Elínu

Ingvar Pétur Guðbjörnsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Hann hóf störf í ráðuneytinu í dag.

Ekkert lát á átökum í Tyrklandi

Mótmæli almennings gegn tyrknesku ríkisstjórninni halda áfram í borgum og bæjum víðsvegar um Tyrkland. Mannréttindasamtök fordæma þá hörku sem lögreglan hefur sýnt mótmælendum. Íslendingur búsettur í Istanbul segir átökin sýnileg um alla borg.

Netöryggissveit formlega tekin til starfa

Netöryggissveit innan Póst- og fjarskiptastofnunar, CERT-ÍS tók formlega til starfa fyrir helgi. Markmiðið með starfsemi sveitarinnar er að fyrirbyggja og draga úr hættu á netárásum og öðrum öryggisatvikum.

Réttarhöld Bradley Manning hefjast í dag

Réttarhöld yfir Bradley Manning hefjast í dag. Manning var handtekinn fyrir meira en þremur árum í Írak, þar sem hann var sakaður um að hafa lekið trúnaðarupplýsingum Bandaríkjahers og utanríkiksþjónustu Bandaríkjanna til WikiLeaks.

Frétti af sumarþingi í gegnum matseðil mötuneytisins

Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar Framtíðar gagnrýnir samráðsleysi nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, en formenn flokka í minnihluta hafa reynt að fá fund með formönnum meirihlutans, án árangurs, meðal annars til þess að fá að vita hvenær það stendur til að hefja sumarþing.

Laxeldi hætt og bleikjan á land

Með þessari stefnubreytingu verður fyrirtækið stækkað en allt eldi fyrirtækisins hefur verið í sjókvíum hingað til. "Við höfum einnig ákveðið að hætta laxeldi og snúa okkur alfarið að bleikjueldi til útflutnings á Ameríkumarkað,“ segir Hlífar Karlsson, framkvæmdastjóri Rifóss.

Mikið álag vegna sjúkraflutninga

Mikið var um sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu á milli klukkan sjö og hálf níu í morgun og var álagið því mikið fyrir starfsmenn slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.

Karlar líklegri til ítrekunarbrota

Lögregla stöðvaði tæplega 1.900 einstaklinga vegna aksturs undir áhrifum áfengis eða fíkniefna í síðasta mánuði, þar af fimmtung oftar en einu sinni.

Verktaki látinn lána Hafnarfjarðarbæ fé

„Nú virðist eiga að gera allt sem hægt er til að klára hluti og láta þá líta vel út á komandi kosningavetri,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, um samninga sem fela í sér að verktaki við endurbætur á Strandgötu í sumar fær ekki greitt að fullu fyrr en á næsta ári.

Enn stefnir í vinnudeilu á Landspítala

Enn ein vinnudeilan er í uppsiglingu á Landspítalanum. Mun færri kandídatar sem eru að útskrifast úr læknanámi hafa ráðið sig til spítalans en vant er. Fundað hefur verið með stjórnendum spítalans. Árviss misskilningur segir forstjóri Landspítalans.

Mengunarslys tíðari en almennt hefur verið talið

Mengunarslys innan vatnsverndarsvæðis höfuðborgarsvæðisins eru tíðari og olíuflutningar um svæðið umfangsmeiri en margur heldur. Umsvif og umferð á verndarsvæðunum eru mikil og þeim fylgir stöðug mengunar- og slysahætta.

Batinn níu mánuðum fyrr á ferð

Efnahagsbati Íslands hefði verið mun fyrr á ferðinni ef samningum um Icesave-deiluna hefði strax verið lokið, sagði Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi formaður VG, í Sprengisandi á Bylgjunni í gær.

Skammist ykkar, Íslendingar!

Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf er harðlega gagnrýndur í breska netmiðlinum Morning Star í dag fyrir að ætla að slátra hátt í tvö hundruð langreyðum í sumar, eins og það er orðað.

Verk Ragnars valið meðal tíu bestu

Gagnrýnandi The Observer hefur tekið saman eftirlætisverk sín á Feneyjartvíæringnum, tíu bestu og þar eiga Íslendingar sinn fulltrúa.

Svakalegt stuð á Sjómannadeginum

Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur í dag í sjötugasta og fimmta sinn. Margt var um manninn víða um land í dag eins og Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari kynntist þegar hann brá sér í bæinn.

Kjálkafjarðarógnin kallar á breytingu vegarins

Vegagerðin neyðist til að endurhanna Vestfjarðaveg um skriðuna miklu sem féll í Kjálkafirði í vor. Fjarlægja þarf gríðarlegt efnismagn úr fjallshlíðinni til að draga úr þeirri ógn sem hún veldur vegfarendum.

Tóku lagið á KEX

Þau Pétur Eggerz, Þóra Marí, Heiðar Ingi og Bjarki Ómarsson tóku sig saman og spiluðu Artificial Friend á KEX hostel á dögunum.

Þarf að fjölga barna- og unglingageðlæknum

Barna- og unglingageðlæknar á Íslandi ná aðeins að sinna þriðjungi þeirra barna og unglinga sem þurfa á þjónustu þeirra að halda. Átta barna- og unglingageðlæknar eru starfandi á landinu og sex þeirra starfa líka að hluta til í útlöndum.

Tveir úrskurðaðir í gæsluvarðhald

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór fram á gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem eru með tengsl við vélhjólaklúbb, sem lögregla fullyrðir að tengist skipulagðri glæpastarfsemi, á fjórða tímanum í dag.

Guðbergsstofa opnuð í dag

Guðbergsstofa verður formlega opnuð við hátíðlega athöfn í Grindavík klukkan fjögur í dag.

"Í þetta skipti gerði ég allt rangt"

"Ég svaf ekkert, stundum reyndi ég að hvíla mig. Ég reyndi að halda mér vakandi ef þyrlan skyldi fljúga framhjá,“ segir hin franska Jeanne Francois Maylis sem var týnd í yfir þrjátíu klukkustundir um helgina á Vestfjörðum. Þyrla Landhelgisgæslunnar fann hana rétt fyrir miðnætti á hálendinu á milli Skötufjarðar og Mjóafjarðar.

Íslendingar færðu Grænlendingum hljóðfæri

Íbúar Kulusuk á Grænlandi tóku í gær á móti hljóðfærum sem Íslendingar höfðu safnað. Söfnuninni var hrundið að stað eftir að tónlistarhúsið í bænum brann til kaldra kola í eldsvoða og grandaði öllum hljóðfærum sem þar voru.

Efnahagsbatinn hefði verið fyrr á ferðinni

Steingrímur J. Sigfússon fyrrverandi formaður VG segir að efnahagsbati Íslands hefði verið mun fyrr á ferðinni ef tekist hefði að semja strax í Icesave málinu. Kostirnir við að semja strax hefðu jafnað kostnað þjóðarinnar af fyrsta samningnum.

Nóg um að vera á Sjómannadegi

Fjölbreytt dagskrá verður um allan bæ í tilefni Sjómannadagsins í dag. Hátíðarhöldin eru einstaklega vegleg í þetta sinn, þar sem einnig er haldið upp á 75 ára afmæli Sjómannadagsins í ár. Þá eru heil 100 ár síðan framkvæmdir hófust við höfnina í Reykjavík.

Nokkrir verið handteknir - hafa tengsl við vélhjólaklúbb

Nokkrir hafa verið handteknir vegna árásar sem gerð var á mann á sjötugsaldri á heimili hans í Grafarvogi í gær. Árásarmennirnir bundu manninn og héldu honum nauðugum á meðan þeir stálu skotvopnum af heimili hans. Mennirnir hafa tengsl við vélhjólaklúbb.

Sjá næstu 50 fréttir