Innlent

Karlar líklegri til ítrekunarbrota

Þorgils Jónsson skrifar
Tölur frá lögreglu sýna að talsvert algengara var að karlar væru teknir fyrir akstur undir áhrifum en konur í síðasta mánuði.
Tölur frá lögreglu sýna að talsvert algengara var að karlar væru teknir fyrir akstur undir áhrifum en konur í síðasta mánuði.

Lögregla stöðvaði tæplega 1.900 einstaklinga vegna aksturs undir áhrifum áfengis eða fíkniefna í síðasta mánuði, þar af fimmtung oftar en einu sinni.

Þetta kemur fram í afbrotatíðindum Ríkislögreglustjóra. Þar segir jafnframt að talsvert hærra hlutfall karla en kvenna hafi verið tekið oftar en einu sinni þennan mánuð fyrir slík brot.

Um 22 prósent karlanna voru tekin oftar en einu sinni, samanborið við níu prósent kvenna. Meðalaldur ökumannanna var 30 ár en miðgildið 26 ár. Þeir sem brutu þrisvar sinnum eða oftar af sér, samtals rúmlega 100 manns, voru almennt nokkru yngri. Þar var meðalaldurinn 27 ár og miðgildi 25.

Meðal annars sem fram kemur í afbrotatíðindum er að hegningarlagabrotum fækkar töluvert frá síðasta ári, ekki síst umferðarlagabrotum. Þá hefur innbrotum og eignaspjöllum einnig fækkað verulega síðasta ár miðað við árin á undan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×