Fjármálaráðherra blæs á gagnrýnina Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. júní 2013 18:32 Þingmenn stjórnarandstöðunnar fréttu fyrst af þingsetningu þegar að matseðill Alþingis var sendur út. Formaður Samfylkingarinnar gagnrýnir vinnubrögðin og vonar að þau séu ekki fyrirboði um það sem koma skal. Fjármálaráðherra blæs á gagnrýnina. Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum á föstudaginn að sumarþing verði sett á fimmtudaginn. Stjórnarandstöðuþingmenn gagnrýna það að þeir hafi fyrst frétt af þessu þegar að matseðill Alþingis var sendur út í gær. „Þegar að við sáum matseðilinn þá óskaði nú þingflokksformaðurinn eftir skýringum frá starfandi þingforseta og fékk þá að vita að það stæði til að setja þing á fimmtudaginn en það hefur enginn haft fyrir því að tala við okkur beint af fyrra bragði,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er starfandi forsætisráðherra þar sem að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er í Noregi. „Það er nú allt eðlilegt þar sem að ákvörðun um þetta var tekin milli stjórnarflokkanna á föstudaginn og síðan þarf að klára formlegheit sem að gerði það að verkum að það var ekki hægt að tilkynna um þetta formlega fyrr en seinnipartinn í dag. Þannig að það er nú allt í eðlilegum farvegi,“ segir Bjarni, og bætir því við að heppilegt hefði verið að láta vita fyrr. „Jú, jú ég held að það hefði verið heppilegt ef að við hefðum getað haft kannski bara ríkisstjórnarfundinn í beinni útsendingu þegar við ákváðum þetta á föstudaginn en svona gerast bara hlutirnir. Það vissu allir að það átti að kalla saman þing næstu daga það er engin töf á því að formleg tilkynning fer út.“ Þá segir Árni Páll að þingmenn minnihlutans hafi ítrekað óskað eftir því að fá fund með formönnum stjórnarflokkanna til að fara yfir hvernig málum verði háttað á sumarþinginu. Hann hafi fyrst í dag fengið staðfestingu á því að halda ætti fundinn og verður hann á morgun. „Við skulum vona að þetta sé ekki fyrirboði um það sem að koma skal. Því að við þurfum á því að halda og ég held að þjóðin þurfi á því að halda að sjá annarskonar vinnubrögð á Alþingi heldur en að hafa tíðkast undanfarin misseri og ár. Við erum tilbúin í það fyrir okkar leyti og ég ætla að vona að stjórnarmeirihlutinn hafi bara verið að misstíga sig í upphafi núna og að menn taki það alvarlega að tala við fólk,“ segir Árni Páll. Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar fréttu fyrst af þingsetningu þegar að matseðill Alþingis var sendur út. Formaður Samfylkingarinnar gagnrýnir vinnubrögðin og vonar að þau séu ekki fyrirboði um það sem koma skal. Fjármálaráðherra blæs á gagnrýnina. Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum á föstudaginn að sumarþing verði sett á fimmtudaginn. Stjórnarandstöðuþingmenn gagnrýna það að þeir hafi fyrst frétt af þessu þegar að matseðill Alþingis var sendur út í gær. „Þegar að við sáum matseðilinn þá óskaði nú þingflokksformaðurinn eftir skýringum frá starfandi þingforseta og fékk þá að vita að það stæði til að setja þing á fimmtudaginn en það hefur enginn haft fyrir því að tala við okkur beint af fyrra bragði,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er starfandi forsætisráðherra þar sem að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er í Noregi. „Það er nú allt eðlilegt þar sem að ákvörðun um þetta var tekin milli stjórnarflokkanna á föstudaginn og síðan þarf að klára formlegheit sem að gerði það að verkum að það var ekki hægt að tilkynna um þetta formlega fyrr en seinnipartinn í dag. Þannig að það er nú allt í eðlilegum farvegi,“ segir Bjarni, og bætir því við að heppilegt hefði verið að láta vita fyrr. „Jú, jú ég held að það hefði verið heppilegt ef að við hefðum getað haft kannski bara ríkisstjórnarfundinn í beinni útsendingu þegar við ákváðum þetta á föstudaginn en svona gerast bara hlutirnir. Það vissu allir að það átti að kalla saman þing næstu daga það er engin töf á því að formleg tilkynning fer út.“ Þá segir Árni Páll að þingmenn minnihlutans hafi ítrekað óskað eftir því að fá fund með formönnum stjórnarflokkanna til að fara yfir hvernig málum verði háttað á sumarþinginu. Hann hafi fyrst í dag fengið staðfestingu á því að halda ætti fundinn og verður hann á morgun. „Við skulum vona að þetta sé ekki fyrirboði um það sem að koma skal. Því að við þurfum á því að halda og ég held að þjóðin þurfi á því að halda að sjá annarskonar vinnubrögð á Alþingi heldur en að hafa tíðkast undanfarin misseri og ár. Við erum tilbúin í það fyrir okkar leyti og ég ætla að vona að stjórnarmeirihlutinn hafi bara verið að misstíga sig í upphafi núna og að menn taki það alvarlega að tala við fólk,“ segir Árni Páll.
Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira