Innlent

Undirritaði forsetabréf í morgun - þing hefst á fimmtudaginn

Helgi Bernódusson.
Helgi Bernódusson.

„Þetta var afgreitt í ríkisstjórn á föstudaginn og var svo undirritað af forseta Íslands í morgun,“ segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, um sumarþing sem hefst næstkomandi fimmtudag.

Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, og Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýndu það í dag að þeir hefðu ekki fengið fréttir um það að þing ætti að koma saman fyrr en þeir fengu sendan matseðil mötuneytis Alþingis. Þar kom framað þing hefjist á fimmtudaginn næsta, og þann daginn verður brauð, álegg, ávextir og súpa í matinn.

Helgi segir að tilkynning ætti að birtast í dag á stjórnartíðindum.is.

„Það er óneitanlega sérstakt að fá að vita af sumarþingi í gegnum matseðilinn,“ sagði Guðmundur Steinrímsson í samtali við fréttastofu fyrr í dag og bætti við að það væri ótrúlegt að formenn flokkanna hafi ekki fundað fyrr, ekki síst í ljósi loforða nýrrar ríkisstjórnar um aukið samráð.


Tengdar fréttir

Frétti af sumarþingi í gegnum matseðil mötuneytisins

Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar Framtíðar gagnrýnir samráðsleysi nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, en formenn flokka í minnihluta hafa reynt að fá fund með formönnum meirihlutans, án árangurs, meðal annars til þess að fá að vita hvenær það stendur til að hefja sumarþing.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×