Innlent

Faldi amfetamín í brjóstahaldaranum

Lögreglan á Suðurnesjum handtók tvo einstaklinga með fíkniefni í fórum sínum um helgina.

Rúmlega tvítugur karlmaður var handtekinn eftir að umtalsvert magn af amfetamíni og kannabisefnum fundust við húsleit á heimili hans.

Þá var stúlka innan við tvítugt handtekin, en hún reyndist vera með kannabisefni í úlpuvasa sínum.

Við leit á lögreglustöð fannst svo amfetamín, sem hún hafði falið í brjóstahaldara sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×