Innlent

Stærsta skemmtiferðaskip sumarsins komið til landsins

Stærsta skemmtiferðaskipið sem hefur heimsótt Ísland hingað til liggur nú við Skarfabakka í Reykjavík. Það heitir Adventure of the Seas.

Skipið er um þrjú hundruð metrar á lengd og um borð í skipinu eru rúmlega þrjú þúsund gestir og eitt þúsund starfsmenn, rúmlega fjögur þúsund manns alls.

Skipið verður við bryggju í Reykjavík þangað til á morgun, en áætluð brottför er klukkan þrjú á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×