Innlent

Gerðu hlé á Englum Alheimsins til þess að horfa á Eyþór Inga í beinni

Áhorfendur á leiksýningunni Englum Alheimsins í Þjóðleikhúsinu í kvöld misstu ekki af Eyþóri Inga syngja í Eurovision í kvöld. Því þegar Eyþór Ingi steig á svið var gert stutt hlé á sýningunni og horfðu leikararnir og gestirnir á flutning Eyþórs Inga í beinni útsendingu.

Eyþór Ingi komst upp úr seinni undanúrslitariðlinum í kvöld og keppir því til úrslita á laugardaginn.

Horfa má á þetta óborganlega atriði hér að neðan en þetta er eflaust í fyrsta og eina skiptið sem hlé er gert á leiksýningu til þess að horfa á Eurovision.

 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.