Innlent

Gerðu hlé á Englum Alheimsins til þess að horfa á Eyþór Inga í beinni

Áhorfendur á leiksýningunni Englum Alheimsins í Þjóðleikhúsinu í kvöld misstu ekki af Eyþóri Inga syngja í Eurovision í kvöld. Því þegar Eyþór Ingi steig á svið var gert stutt hlé á sýningunni og horfðu leikararnir og gestirnir á flutning Eyþórs Inga í beinni útsendingu.

Eyþór Ingi komst upp úr seinni undanúrslitariðlinum í kvöld og keppir því til úrslita á laugardaginn.

Horfa má á þetta óborganlega atriði hér að neðan en þetta er eflaust í fyrsta og eina skiptið sem hlé er gert á leiksýningu til þess að horfa á Eurovision.

 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.