Innlent

Ásmundur Einar ætlar að horfa á Júróvisjón

Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar
Ásmundur Einar gerir ráð fyrir því að stjórnarmyndunarviðræður tefjist vegna Eurovision.
Ásmundur Einar gerir ráð fyrir því að stjórnarmyndunarviðræður tefjist vegna Eurovision.

"Ég á allt eins von á því að ég muni horfa á Eurovision. Ef Guð og lukkan lofar. Ég hlusta reglulega á þetta lag og finnst það afar fallegt," segir Ásmundur Einar Daðason þingmaður Framsóknarflokksins og formaður Heimssýnar.

Ásmundur Einar hafnar því aðspurður algerlega að Eurovision-söngvakeppnin sé þyrnir í augum sýnum, en Heimssýn berjast sem kunnugt er gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu. "Langt í frá. Af hverju ætti það að vera? Ég veit ekki betur en Ísland sé hluti af Evrópu. Og eigi sér mikla sögu í Evrovision. Alltaf gaman að Evrovision."

Stjórnarmyndunarviðræður Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks eru nú yfirstandandi en Ásmundur Einar verst allra frétta er þær varðar. "No comment. Þeir Bjarni og Sigmundur hljóta að þurfa að horfa á Eurovision og því tefur þetta væntanlega stjórnarmyndun um eitt kvöld," segir Ásmundur Einar en vísar að öðru leyti á formann flokksins, Sigmund Davíð Gunnlaugsson sem fer með stjórnarmyndunarumboðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×