Innlent

Ónæmiskerfi kvenna eldist hægar og þær lifa því lengur en karlar

Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar
Eldri karlar hafa færri hvít blóðkorn en konurnar.
Eldri karlar hafa færri hvít blóðkorn en konurnar.

Konur lifa lengur en karlmenn meðal annars vegna þess að ónæmiskerfi þeirra eldist hægar. Þessar eru niðurstöður nýrrar rannsóknar. Þar er staðhæft að með aldrinum veikist varnir líkama karlmanna fyrr en kvenna. Á Bretlandseyjum er meðalaldur karla 79 ár en kvenna 82. Í Japan, þar sem rannsóknin var gerð, er aldursbilið jafnvel meira; meðalaldur karlanna er sá sami en meðalaldur kvenna er 85,5 ár.

Samkvæmt Hagstofunni var það svo árið 2011 að nýfæddir drengir á Íslandi gátu vænst þess að ná að meðaltali 80,1 ára aldri, en stúlkur 83,8 ára aldri. Á fimm ára tímabili, 2006-2010 var meðalævi karla 79,6 ár en kvenna 83,3 ár.

Umrædd rannsókn gekk meðal annars út á að taka blóðsýni úr breiðum hópi heilbrigðra einstaklinga. Blóð 356 karla og kvenna á aldrinum 20 til 90 ára var rannsakað og skoðað var sérstaklega staða hvítra blóðkorna og mólekúl sem heita cytokines, sem gegna lykilhlutverki í ónæmiskerfinu. Hvítu blóðkornunum fór fækkandi með árunum en þar lá mikill munur milli karla og kvenna; eldri karlar reyndust með miklu færri hvít blóðkorn en konur.

Sjá meira um málið hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×