Innlent

Vildu ekki lána fyrir sjötta árinu

Hanna Ólafsdóttir skrifar
Settur Umboðsmaður Alþingis mælist til þess að LÍN taki mál konunnar til meðferðar að nýju. Fréttablaðið/Valli
Settur Umboðsmaður Alþingis mælist til þess að LÍN taki mál konunnar til meðferðar að nýju. Fréttablaðið/Valli

Umboðsmaður Alþingis telur LÍN hafi ekki hafa farið að lögum þegar stofnunin synjaði konu um námslán, sjötta árið hennar til BA-náms. Synjunin var byggð á því að hún hafi verið búin að fá lán í sex ár til grunnnáms. Henni hafi þegar verið veitt undanþága fyrir fimmta árinu og engin heimild væri til að veita frekari undanþágur. Synjunin leiddi til þess að hún neyddist til að hverfa frá námi en hún átti eftir eina önn til þess að ljúka gráðu.

Konan leitaði til umboðsmanns Alþingis og kvartaði yfir úrskurði málskotsnefndar LÍN. Hún hafði verið við nám við háskóla í Englandi þegar hún veiktist. Hún náði bata og staðfest var að hún myndi ljúka náminu ytra á tilsettum tíma. Umboðsmaður leit til laga um LÍN þar sem veitt er heimild til þess að veita aukalán ef veikindi tefja nám. Mælst er til þess að málskotsnefnd taki mál konunnar upp að nýju komi fram ósk um það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×