Innlent

Þeir moka upp karfanum

Mjög góð karfaveiði er djúpt úti á Reyjaneshrygg.
Mjög góð karfaveiði er djúpt úti á Reyjaneshrygg.

Mjög góð karfaveiði er djúpt úti á Reyjaneshrygg, en vertíðin hófst þar fyrir nokkrum dögum.

Þar eru nú 12 íslenskir togarar að veiðum og annar eins fjöldi frá Rússlandi, Noregi, Færeyjum og Spáni. Íslensku togararnir eru að fá upp í fjögur til sex tonn á togtíma, sem þykir mjög gott og er margfalt betra en í fyrra. Frystigeta þeirra er því fullnýtt.

Veiðin hófst rétt utan við 200 sjómílna lögsögumörkin. Íslensku skipin eru nú komin inn í lögsöguna, en erlendu togararnir dansa á línunni, eins og það er kallað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×