Engin óvissa með orkusamning Landsvirkjunar og Rio Tinto Alcan Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 16. maí 2013 20:05 Upphaflegar áætlanir fjárfestingarverkefnis Rio Tinto Alcan í Straumsvík gerðu ráð fyrir að árleg framleiðslugeta álversins myndi aukast um 20 prósent eða úr 190 þúsund tonnum í 230 þúsund tonn. Uppfærslur á straumleiðurum í kerskálum hafa hins vegar reynst vandkvæðum bundnar, bæði í tæknilegu og öryggislegu tilliti. Þetta þýðir að framleiðslugetan verður aukin um 8 prósent eða í 205 þúsund tonn. Stóra spurningin er því hvað verður um orkuna sem eftir situr. Aðspurð vísar Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi, í samning fyrirtækisins við Landsvirkjun. „Orkusamningurinn er enn í gildi og við munum ræða við Landsvirkjun um framhaldið. Samskipti okkar við Landsvirkjun ná yfir hálfa öld. Landsvirkjun var á sínum stofnuð fyrir Ísál og þessi fyrirtæki hafa unnið náið og vel saman í gegnum árin," segir Rannveig. „Ég geri ráð fyrir því að við leysum þetta í sameiningu og vinnum út úr þessu saman." Landsvirkjun ákvað í ágúst árið 2008 að hefja á ný framkvæmdir við Búðarhálsvirkjun í Þjórsá, sem nú er á framkvæmdastigi. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum ljúki á þessu ári. Orkan þaðan var seld til Rio Tinto Alcan sem hugðist auka framleiðslu í Straumsvík. Fyrirtæki þarf nú að leita annarra leiða til ná þeirri framleiðsluaukningu sem fyrirhuguð var. „Það er búið að leggja mikla vinnu og kostnað í að þróa þá leið sem varð fyrir valinu. Hún var talin best og hagkvæmusm, en reyndist ekki fær. Það er of dýrt að gera þetta þegar tillit er tekið til tæknilegra þátta sem og þeirra miklu öryggisráðstafana sem fylgja. Þannig að það var ákveðið að fara í breytingar á straumliðum." Landsvirkjun mun funda með forsvarsmönnum Rio Tinto Alcan á næstu dögum um breytt áform fyrirtækisins. Þá er ekki talið að áformin komi til að hafa áhrif á uppbyggingu Búðarhálsvirkjunar. Samkvæmt upplýsingum frá Landsvirkjun er almennt ekki gert ráð fyrir í orkusölusamningum að kaupandi áframselji orkuna. Samningurinn milli Rio Tinto Alcan og Landsvirkjunar gildir út árið 2036. Eins og staðan er núna er hins vegar ekki ljóst hversu mikið rafmagn Rio Tinto Alcan mun endalega taka samkvæmt samningnum, í ljósi þeirrar stöðu sem upp er komin. Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Sjá meira
Upphaflegar áætlanir fjárfestingarverkefnis Rio Tinto Alcan í Straumsvík gerðu ráð fyrir að árleg framleiðslugeta álversins myndi aukast um 20 prósent eða úr 190 þúsund tonnum í 230 þúsund tonn. Uppfærslur á straumleiðurum í kerskálum hafa hins vegar reynst vandkvæðum bundnar, bæði í tæknilegu og öryggislegu tilliti. Þetta þýðir að framleiðslugetan verður aukin um 8 prósent eða í 205 þúsund tonn. Stóra spurningin er því hvað verður um orkuna sem eftir situr. Aðspurð vísar Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi, í samning fyrirtækisins við Landsvirkjun. „Orkusamningurinn er enn í gildi og við munum ræða við Landsvirkjun um framhaldið. Samskipti okkar við Landsvirkjun ná yfir hálfa öld. Landsvirkjun var á sínum stofnuð fyrir Ísál og þessi fyrirtæki hafa unnið náið og vel saman í gegnum árin," segir Rannveig. „Ég geri ráð fyrir því að við leysum þetta í sameiningu og vinnum út úr þessu saman." Landsvirkjun ákvað í ágúst árið 2008 að hefja á ný framkvæmdir við Búðarhálsvirkjun í Þjórsá, sem nú er á framkvæmdastigi. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum ljúki á þessu ári. Orkan þaðan var seld til Rio Tinto Alcan sem hugðist auka framleiðslu í Straumsvík. Fyrirtæki þarf nú að leita annarra leiða til ná þeirri framleiðsluaukningu sem fyrirhuguð var. „Það er búið að leggja mikla vinnu og kostnað í að þróa þá leið sem varð fyrir valinu. Hún var talin best og hagkvæmusm, en reyndist ekki fær. Það er of dýrt að gera þetta þegar tillit er tekið til tæknilegra þátta sem og þeirra miklu öryggisráðstafana sem fylgja. Þannig að það var ákveðið að fara í breytingar á straumliðum." Landsvirkjun mun funda með forsvarsmönnum Rio Tinto Alcan á næstu dögum um breytt áform fyrirtækisins. Þá er ekki talið að áformin komi til að hafa áhrif á uppbyggingu Búðarhálsvirkjunar. Samkvæmt upplýsingum frá Landsvirkjun er almennt ekki gert ráð fyrir í orkusölusamningum að kaupandi áframselji orkuna. Samningurinn milli Rio Tinto Alcan og Landsvirkjunar gildir út árið 2036. Eins og staðan er núna er hins vegar ekki ljóst hversu mikið rafmagn Rio Tinto Alcan mun endalega taka samkvæmt samningnum, í ljósi þeirrar stöðu sem upp er komin.
Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Sjá meira