Innlent

Skálabergið komið til hafnar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Skipið kom til hafnar í dag.
Skipið kom til hafnar í dag. Mynd/ Kristján Már Unnarsson.

Dráttarbáturinn Magni tók á móti Skálaberginu, nýju skipi útgerðarfélagsins Brims, á Ytri höfninni í Reykjavík rétt fyrir hádegi í dag og fylgdi því að Miðbakkanum með tilheyrandi vatnsúða.

Eins og fram kom á Vísi í gær var skipið keypt frá Argentínu en var áður gert út frá Færeyjum.  Skipið er 74,5 metrar á lengd og 16 metra breitt og mælist 3.435 brúttólestir.  Skipið er frystitogari með um 100 tonna frystigetu á sólarhring.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×