Innlent

Ófært að gera út einn stærsta og nýjasta togara landsmanna

Skálaberg RE er mikið skip.
Skálaberg RE er mikið skip.

Frystitogarinn Skálaberg RE , sem útgerðarfyrirtækið Brim keypti í fyrrahaust, er kominn inn á Faxaflóa og legst að bryggju í Reykjavík dag.

Togarinn var smíðaður í Noregi fyrir tíu árum og gerður út frá Færeyjum, uns hann var seldur til Suður -Ameríku, þaðan sem Brim keypti hann. Hann hefur legið við bryggju frá því í fyrrahaust, þar sem Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims segir ekki rekstarrgrundvöll fyrir svona skip, við núverandi skipan sjávarútvegsmála. Hann bíði eftir að ný ríkisstjórn lagi vankanta á kerfinu. Skálaberg mælist 3,400 brúttótonn og er rösklega 74 metra langt, og því einn stærsti togari flotans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×