Innlent

Mannskaðaveður í Texas

Jakob Bjarnar skrifar
Neyðarástand ríkir í Texas; sex látnir og tugir slasaðir.
Neyðarástand ríkir í Texas; sex látnir og tugir slasaðir.

Að minnsta kosti sex létust og fjöldi manna eru slasaðir eftir að þrír hvirfilbylir gengu yfir Texas í gær.

Fárviðrið gekk yfir Dallas-Forth Worth-svæðið eftir að myrkur var skollið á og að sögn yfirvalda reif bylurinn upp tré og rústaði fjölda húsa. Búist er við að tala látinna geti hækkað en björgunarsveitir fara nú um svæðið. Lík hafa fundist inni í húsum og utan þeirra.

Talsmaður sjúkrateymis segir að um hundrað manns hafi slasast þegar hvirfilbylur fór um svæði í grend við Grandbury, sem er bær sem er um 35 mílur norð-vestur af Forth Worth.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×