Innlent

Fundu tundurdufl í Hvalfirði

Svavar Hávarðsson skrifar
Þessi hættulegu vopn koma ítrekað í veiðarfæri íslenskra skipa.
Þessi hættulegu vopn koma ítrekað í veiðarfæri íslenskra skipa. mynd/lhg

Við sameiginlegar æfingar Landhelgisgæslunnar og flota tundurduflaslæðara Atlantshafsbandalagsins í Hvalfirði á dögunum fannst breskt tundurdufl á hafsbotni. Það var belgíska skipið BNS Bellis sem fann duflið á 33 metra dýpi og tilheyrði það kafbátagirðingu sem lögð var seinni heimsstyrjöldinni.

Ákveðið var að eyða duflinu þar sem erfitt var að segja til um hvort hleðsla þess væri virk. Fjöldamörg dæmi eru um að tundurdufl hafi sprungið þrátt fyrir að hafa verið í áratugi í sjó. Aðgerðin tókst giftusamlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×