Innlent

Engin ákvörðun um ákæru

Hanna Ólafsdóttir skrifar
Vararíkissaksóknari segir málið í vinnslu.
Vararíkissaksóknari segir málið í vinnslu.

Ríkissaksóknari hefur ekki tekið ákvörðun um hvort ákært verður í máli Barkar Birgissonar og Annþórs Kristjáns Karlssonar sem grunaðir eru um að hafa valdið dauða fanga á Litla-Hrauni sem lést í klefa sínum þann 17. maí 2012. Lögreglan á Selfossi sendi málið til Ríkissaksóknara þann 18. apríl síðastliðinn eftir eina umfangsmestu sakamálarannsókn síðustu ára. Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir málið vera í vinnslu hjá embættinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×