Innlent

Íslenska ríkið sýknað af 54 milljarða kröfu

Hæstiréttur Íslands sýknaði í dag íslenska ríkið af 54 milljarða skatabótakröfu Deka Bank, en Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður komist að sömu niðurstöðu.

Deka bank lánaði Glitni um 677 milljónir evra á fyrri hluta árs 2008 í formi endurhverfra viðskipta. Deka banki tapaði peningunum þegar Glitnir hrundi 2008. Deka banki lýsti kröfu í bú Glitnis en stefndi einnig íslenska ríkinu, meðal annars á þeirri forsendu að aðgerðir íslenska ríkisins og einstakra ráðherra í aðdraganda hrunsins hefðu verið ólöglegar.

Íslenska ríkið taldi hins vegar að tap Deka bankans mætti rekja til aðgæsluleysis bankans í viðskiptum við Glitni. Á þann málatilbúnað íslenska ríkisins var fallist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×