Innlent

Verið að gera klárt fyrir veiðar

Svavar Hávarðsson skrifar
Skipin hafa legið við bryggju í tvö ár og þurfa viðhald. fréttablaðið/gva
Skipin hafa legið við bryggju í tvö ár og þurfa viðhald. fréttablaðið/gva

Hvalur 9, skip Hvals hf., er nú í slipp í Reykjavík þar sem verið er að gera hann kláran á veiðar sem ráðgerðar eru í sumar eftir tveggja ára hlé. Systurskipið Hvalur 8 mun einnig halda til veiða í júníbyrjun. Kvótinn sem Hvalur hf. hefur til að vinna með eru 154 langreyðar auk 26 dýra sem leyfilegt er að veiða sem eftirhreytur frá síðustu vertíð.

Veiðitímabilið getur teygt sig inn í septembermánuð, eða á meðan birtuskilyrði leyfa veiðarnar. Morgunblaðið greindi frá því á dögunum að um 150 manns fái vinnu við veiðar og vinnslu. Afurðirnar verða unnar í Hvalstöðinni í Hvalfirði, í frystihúsi Hvals í Hafnarfirði og mögulega einnig í Heimaskagahúsinu á Akranesi. -




Fleiri fréttir

Sjá meira


×