Fleiri fréttir

Mengun frá stóriðju komin að mörkum

Frekari uppbygging stóriðju er ekki inni í myndinni á Grundartanga, að óbreyttu. Þolmörkum er náð er varðar útblástur. Horfa til lítilla fyrirtækja við uppbyggingu.

Vinnur úr viðtölum við starfsfólk og fanga

„Við erum að vinna við að greina þessar upplýsingar og við munum á næstu vikum taka ákvarðanir um hvort að við þurfum að fá frekari upplýsingar um þessi atriði sem ég er að skoða,“ segir Róbert Spanó, settur umboðsmaður Alþingis, um heimsókn sína á Litla-Hraun.

Æfa með Landhelgisgæslunni

Heimsókn fimm tundurduflaslæðara Atlantshafsbandalagsins til Íslands stendur fyrir dyrum. Skipin munu starfa með Landhelgisgæslunni og æfa tundurduflavarnir og fleira meðan á dvöl þeirra hér við land stendur.

Segir Fyrirtækjaskrá hafa verið blekkta

Forstöðumaður Fyrirtækjaskrár viðurkennir að ólöglærður starfsmaður hafi gert mistök þegar 50 milljarða hlutafjáraukning Existu var samþykkt í desember 2008. Hins vegar hafi Fyrirtækjaskráin vísvitandi verið blekkt með villandi tilkynningu.

Fólk beðið um að leggja til bolla

Aðstandendur kaffihússins GÆS biðla til almennings um að leggja þeim til kaffibolla. Þeir taka fegins hendi á móti bollum af öllum stærðum og gerðum frá þeim sem vilja hjálpa til við að koma kaffihúsinu af stað.

Stundakennarar íhuga vinnustöðvun

Langvarandi kurr meðal stundakennara við Háskóla Íslands gæti brotist út í verkfalli á næstu önn ef ekki verður hlustað á kröfur þeirra. Yfir 2.000 stundakennarar eru við skólann og komi til aðgerða mun það hafa djúpstæð áhrif á skólastarfið.

Reykvíkingur ársins saknar trjánna sinna

Þroskaskert ungmenni sem hafa árum saman hlúð að trjánum í Breiðholtshvarfi eru miður sín yfir skógarhöggi íbúa við Rituhóla. Leiðbeinandi þeirra, Theodóra Guðrún Rafnsdóttir, hefur annast lundinn í yfir 30 ár og fékk áfall fyrir helgi.

Lögreglan talaði við meintan banamann í gærkvöldi

Karlmaðurinn, sem er grunaður um að hafa myrt karlmann á sjötugsaldrinum, ónáðaði fólk í fjölbýlishúsinu í gærkvöldi með því að banka upp á hjá þeim og biðja um áfengi og tóbak. Samkvæmt Austurfréttum var lögreglan kölluð á vettvang í gærkvöldi vegna ónæðisins. Enn fremur staðfestir Jónas Wilhelmsson, yfirlögregluþjónn á Eskifirði, að lögreglan hefði talað við manninn um miðnætti.

Lögreglan við rannsókn í tveimur íbúðum

Lögreglan á Eskifirði er nú að störfum í tveimur íbúðum á sitthvorri hæðinni í fjölbýlishúsi við Blómvang á Egilsstöðum, þar sem maður fannst látinn í morgun, en grunur leikur á að andlát hans hafi borið að með voveiflegum hætti.

Karlmaður handtekinn í tengslum við andlát manns

Karlmaður hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn á andláti manns í fjölbýlishúsi á Egilsstöðum. Þetta staðfestir Jónas Wilhelmsson, lögregluþjónn á Eskifirði í samtali við Vísi. Það var á áttunda tímanum í morgun sem maðurinn hinn látni fannst og fljótlega vöknuðu grunsemdir um að andlát hans hefði ekki borið að með eðlilegum hætti. Lögreglan á Eskifirði nýtur aðstoðar tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við rannsókn málsins. Ekki hefur verið krafist gæsluvarðhalds yfir manninum sem er í haldi.

Hestar læra kúnstir með einum smelli

Ragnheiður Þorvaldsdóttir hefur kennt hestum sínum ýmsar kúnstir með smelluþjálfun. Hún segir vitundarvakningu vera meðal hestafólks sem vill læra aðferðina og komast í nánara samband við hestinn sinn.

Fæddust um þremur mánuðum fyrir tímann

Katrín Aðalsteinsdóttir ól tvíburadætur sínar, þær Halldóru Gyðu og Þóru Margréti Halldórsdætur, í janúar. Þá hafði hún gengið með þær í einungis 25 vikur eða rúmlega sex mánuði. Meðganga tekur að jafnaði um 40 vikur eða um níu mánuði og því er ljóst að tvíburarnir voru fæddir um þremur mánuðum fyrir tímann.

Fleiri einstaklingar gjaldþrota en færri fyrirtæki

Fjöldi ágreiningsmála vegna gjaldþrotaskipta jukust töluvert á síðasta ári samkvæmt ársskýrslu Dómstólaráðs en í skýrslunni segir að mörg málanna eiga rætur sínar að rekja til föllnu bankanna.

Hvalirnir meira virði lifandi

Hvalir eru mun meira virði lifandi en dauðir, segir stjórn Ferðamálasamtaka Íslands sem mótmælir harðlega þeirri ákvörðun Kristjáns Loftssonar að hefja hvalveiðar enn á ný.

Kostnaður sérfróðra meðdómsmanna stóraukist

Dómstólaráð hefur miklar áhyggjur af kröfu um hagræðingu á sama tíma og hlutfall launa og húsnæðiskostnaðar af heildar rekstrarútgjöldum er komið upp í 92%, sem Dómstólaráðið segir að geti vart talist ásættanlegt. Þetta kemur fram í ársskýrslu Dómstólaráðsins fyrir árið 2012 þar sem fram kemur að árið hafi að miklu leyti einkennst af rekstri dómsmála tengdum efnahagshruninu og álagi þeim fylgjandi.

Ætla að funda í Reykjavík í dag

Stjórnarmyndunarviðræður formanna Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins hefjast að nú í hádeginu. Viðræðurnar eru sagðar ganga vel og gert er ráð fyrir að skýr mynd komist á þær öðru hvoru megin við næstu helgi.

Smugan berst fyrir lífi sínu

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir ritstjóri metur það sem svo að komnir séu 30% þeirra áskrifenda sem þarf svo reka megi vefritið.

Flestir strikuðu yfir Bjarna

Bjarni Benediktsson var strikaður út, eða færður neðar á lista, af 738 kjósendum flokksins í Suðvesturkjördæmi, eða tæplega 5 prósent kjósenda flokksins.

Segir Fyrirtækjaskrá hafa verið blekkta

"Ég lít þannig á að skráin hafi verið vísvitandi blekkt. Það er ekki hægt að líta á þessa tilkynningu með öðrum hætti," sagði Skúli Jónsson, forstöðumaður Fyrirtækjaskrár, fyrir dómi í morgun um fimmtíu milljarða hlutafjárhækkun Existu í desember 2008 og tilkynningu sem lögmaðurinn Bjarnfreður Ólafsson sendi Fyrirtækjaskrá um hana.

Vilja endurvekja nafnanefnd í Kópavogi

Umhverfis- og samgöngunefnd í Kópavogi lagði til á fundi sínum í gær að nafnanefnd yrði endurvakin, en sú nefnd myndi þá gefa meðal annars götum, hringtorgum og strætóskýlum nöfn.

Einna best að vera móðir á Íslandi

Ísland er í fjórða sæti á lista ríkja þar sem best er að vera móðir. Þetta sýnir ný skýrsla Barnaheilla - Save The Children sem kemur út í dag. Norðurlöndin skipa fimm efstu sæti listans og er best að vera móðir í Finnlandi.

Utanríkismál veigaminni í næstu stjórn

Sagnfræðingur segir líklegt að mikilvægi utanríkismála í stjórnarviðræðum sé minna núna en oft áður. Minna verði um að vera í málaflokknum á næsta kjörtímabili, verði hætt við ESB-umsókn, eins og sennilegir stjórnarflokkar stefna að.

Erlendir ógæfumenn gista hjá lögreglunni

Hópur erlendra útigangsmanna hefur engan næturstað og leitar því á náðir lögreglu til að geta hallað höfði sínu. Þeir mega ekki sækja gistiskýlin nema hafa skráð lögheimili í Reykjavík. „Sorglegur veruleiki,“ segir aðalvarðstjóri.

Lauryn Hill í fangelsi

Söngkonan Lauryn Hill hefur verið dæmd í þriggja mánaða fangelsi fyrir undanskot frá skatti.

Ástand kolmunnans sagt ágætt

Ingunn AK, skip HB Granda, kom til Vopnafjarðar í gærmorgun með um 2.000 tonn af kolmunna sem fengust á veiðisvæðinu sunnan Færeyja um helgina.

Eftirlitsaðilar sáu ekkert athugavert

Lýður Guðmundsson og Bjarnfreður Ólafsson segjast ekki hafa gert neitt rangt við fimmtíu milljarða hlutafjáraukningu Existu. Aðeins einn milljarður var greiddur fyrir hana. Endurskoðendur segja að þeir hefðu aldrei kvittað upp á viðskiptin.

Fornskógur eyddist í flóði veturinn 822-23

Með nákvæmustu rannsókn sinnar tegundar hér á landi liggur fyrir að fornskógurinn í Drumbabót eyddist veturinn 822-23. Hér er nær örugglega fengin „dagsetning“ á síðasta hamfaraflóði frá Kötlu sem fór vestur og yfir Markarfljótsaura.

Kvikmyndasafnið farið fái Gaflaraleikhúsið Bæjarbíó

Bæjarstjórnin í Hafnarfirði hyggst fela Gaflaraleikhúsinu rekstur Bæjarbíós sem Kvikmyndasafn Íslands leigir. Forstöðumaður safnsins segir það munu taka niður sýningarvélarnar, hverfa úr Hafnarfirði og leita réttar síns.

Leifsstöð heitir ekki Leifsstöð

„Isavia ohf. fer vinsamlega fram á að notkun nafnsins Leifsstöð verði hætt í fréttaflutningi þegar átt er við Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Árás í austurbænum

Karlmaður réðst á barnsmóður sína í ausurborginni á þriðja tímanum í nótt og veitti henni minniháttar áverka.

Sinueldur í Vatnsmýrinni

Slökkviliðið var kallað út um fimm leitið í nótt vegna sinuelds sem logaði í Vatnsmýrinni í Reykjavík.

Gæslan sækir í sig veðrið

Prufukeyrsla hófst í gær á vélbúnaði björgunarþyrlunnar TF LÍF, sem verið hefur í skoðun undanfarnar vikur.

Varp í voða

Það skýrist á næstu tveimur til þremur vikum hvort varp farfugla mun misfarast um norðanvert landið vegna snjóa.

Hætti að greiða lán en hirti leigutekjur

Ung einstæð móðir segir farir sínar ekki sléttar af leigusala. Sá hætti að greiða af leiguhúsnæðinu um það leyti sem hún flutti inn. Íbúðin fór á nauðungaruppboð konunni að óvörum. Hún hafði þá greitt 105 þúsund krónur á mánuði, í ár.

Skattar og ríkisfjármál rædd yfir pönnsum

Öðrum fundi formanna Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum flokkanna er lokið. Bjarni Benediktsson segir góðan samhljóm milli þeirra Sigmundar Davíðs í helstu málaflokkum.

Milljónaþjófnaður í Ikea

IKEA hefur lagt fram í kæru á hendur fjölmörgum aðilum sem grunaðir eru um stórfelldan þjófnað í verslun fyrirtækisins. Á meðal sakborninga eru tveir lögfræðingar og framkvæmdastjóri fyrirtækis í ferðaþjónustu.

Sigmundur og Bjarni funda hjá pabba Bjarna

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, hafa fundað í allan dag í bústað við Þingvallavatn.

1,2 milljarðar króna farið til stjórnmálaflokka

Alls hafa 1,2 milljarðar króna farið til stjórnmálasamtaka á árunum 2010 -2013. Samfylkingin hefur fengið mest allra flokka eða 375 milljónir króna og Sjálfstæðisflokkurinn næstmest eða rúmar 298 milljónir króna. Það er í samræmi við stærð flokkanna.

Sjá næstu 50 fréttir