Innlent

Úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Mynd: Austurfrétt/Gunnar
Dómari við Héraðsdóm Austurlands úrskurðaði karlmann um þrítugt í tveggja vikna gæsluvarðhald, en hann er grunaður um að hafa orðið manni á sjötugsaldri að bana á Egilsstöðum í nótt. Það er Austurfrétt sem greinir frá.

Grunaði, sem er á þrítugsaldri, var leiddur fyrir dómara á tíunda tímanum í kvöld í fylgd með verjanda sínum, og staðfesti Helgi Jensson, fulltrúi sýslumanns á Eskifirði, að farið hafi verið fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir manninum á grundvelli rannsóknar- og almannahagsmuna. Maðurinn hefur verið í haldi lögreglu frá því í morgun og hófust yfirheyrslur yfir honum klukkan átta í kvöld.

Lögreglumenn hafa rannsakað tvær íbúðir í fjölbýlishúsi við Blómvang þar sem maðurinn fannst látinn, og meðal annars notið liðsinnis tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Var lögregla kölluð til í gærkvöldi vegna ónæðis sem hann olli íbúum hússins, og töluðu lögreglumenn við hann. Hinn látni fannst svo í morgun.


Tengdar fréttir

Karlmaður handtekinn í tengslum við andlát manns

Karlmaður hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn á andláti manns í fjölbýlishúsi á Egilsstöðum. Þetta staðfestir Jónas Wilhelmsson, lögregluþjónn á Eskifirði í samtali við Vísi. Það var á áttunda tímanum í morgun sem maðurinn hinn látni fannst og fljótlega vöknuðu grunsemdir um að andlát hans hefði ekki borið að með eðlilegum hætti. Lögreglan á Eskifirði nýtur aðstoðar tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við rannsókn málsins. Ekki hefur verið krafist gæsluvarðhalds yfir manninum sem er í haldi.

Lögreglan við rannsókn í tveimur íbúðum

Lögreglan á Eskifirði er nú að störfum í tveimur íbúðum á sitthvorri hæðinni í fjölbýlishúsi við Blómvang á Egilsstöðum, þar sem maður fannst látinn í morgun, en grunur leikur á að andlát hans hafi borið að með voveiflegum hætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×